Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sögnin heldur áfram, er höfundur
kemur niður af fjallinu.]
í hálfgerðri leiðslu rann ég niður
hraunskriður og fannir, mér fannst
ég svífa í loftinu, og undraðist, hve
lengi við höfðum verið á leiðinni
upp. Fylgdarmaður minn beið hjá
hestunum, en sjálfur var hann illa á
sig kominn. Þetta fólk eru hreinustu
óvitar! Ég var svo ógætinn að skilja
eftir rúml. pott af brennivíni í hnakk-
tösku minni. Þetta hafði hann þamb-
að, meðan hann beið og var orðinn
augafullur. Hann vildi alltaf vera að
faðma mig eða Selsundsbóndann,1
og er við höfnuðum blíðu hans, hékk
hann fram á makka hestsins, unz
hann stakkst á hausinn ofan í sand-
inn.
Við komum að Selsundi um níu-
leytið. Húsfreyja reyndi að bæta fyr-
ir viðtökurnar, sem hún veitti mér
tveim dögum áður, (hún hafði heyrt,
að Hekla færi að gjósa, og vildi ekki
ljá mann sinn til fylgdar við Frakk-
ann), en ég gaf henni ekki tækifæri
til þess. Ég var allur með hugann við
uppbúið rúm á Stóru-Völlum, stað-
ráðinn í að vera þar um nóttina.
Menn kepptust við að leggja á reið-
skjótana, er höfðu hvílt sig vel í góð-
um haga. Bóndinn í Selsundi fylgdi
mér á leið ásamt vinnumanni sínum
og nokkrum hundum. Þegar við kom-
um að Haukadal, slóst hinn ágæti
bóndi þar og tveir synir hans í för-
ina. Hvert sinn er við komum að ein-
hverjum bæ, kallaði aldursforseti
heimilisins til förunauta minna og
spurði, hver ég væri. Þegar þeir
höfðu svarað: „Þetta er Franzmaður
að koma ofan af Heklu,“ snöruðust
einir þrír eða fjórir niður fyrir tún-
garð, náðu sér í hross og slógust í för
með okkur. Ég reið því í hlað á
Stóru-Völlum með fríðu föruneyti,
samtals 16 manns, tuttugu og tveimur
hestum og óteljandi hundum. Fyrsta
verk mitt var að leiða fylgdarmann
minn fram fyrir prest, svo að hann
fengi verðskuldaða áminningu.
Klerkur gaf honum það ráð að hypja
sig strax í háttinn.
Þessi bær var eins og vin í eyði-
mörku. Við fengum kjötsúpu til
kvöldverðar, og til gamans lagði ég
á borð með mér smávegis góðgæti,
hveitibrauð og flösku af frönsku víni.
Kona prestsins2 þjónaði okkur til
borðs af stakri háttvísi. Hún var á að
gizka þrjátíu og fimm ára, mjög vel
til fara og einhver engilssvipur á and-
litinu, er hún innti af hendi húsmóð-
urskylduna með alúð og yndisþokka.
1) Þá býr Jón Jónsson í Selsundi, 48 ára, en Margrét Jónsdóttir, kona hans, er 45. í
Haukadal býr Hannes Jónsson, 34 ára og Sigurbjörg Sigurðardóttir, jafnaldra hans.
2) Kona séra Guðmundar var Ingibjörg Jónsdóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð
Halldórssonar; þau áttu þrjú böm, sem komust upp, þ. á. m. Guðmund héraðslækni í
Stykkishólmi.
86