Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 101
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS þessu landi séu þær einu, sem eitt- hvert vit hafa í kollinum. Þegar hann skildi, að við vildum komast í húsa- skjól, tók hann að sér að stjórna ferð- inni. Hann hljóp á undan og gelti í allar áttir, en við hlustuðum, hvort hann fengi nokkurt svar. Þegar við höfðum hringsólað í nærri þrjá stundarfjórðunga, kvað við hundgá í fjarska. Hestarnir tóku sprett, eins og þeir hefðu beðið eftir þessu merki, vegurinn var grýttur og niðurgraf- inn, en aldrei varð þeim fótaskortur. Hundarnir geltu án afláts, því að í hvert sinn er þeir hættu, byrjaði Lou- lou á nýjan leik. Þegar við komum á móts við þá, heyrðum við að hund- gáin kom handan yfir á, hestarnir flýttu sér yfir og litlu seinna komum við að Bakkarholti, þar sem allir sváfu nema hundarnir. Hér virtust búa fiskimenn í nýreistu húsi, en við hittum þarna aðeins ung hjón með barn sitt. Þegar ég hafði smeygt mér inn um opið, sem mér var vísað á, sá ég, að hér var um nýstárlega bygg- ingarlist að ræða. í stað þess að vera reft upp með söðulbökuðum sperr- um, var hér rómönsk bogahvelfing. Við nánari athugun sá ég, að ég var staddur í hvalsmaga, rjáfrið var gert úr rifjum reyðarhvals. Húsbúnaður allur eftir þessu, stóllinn, er ég sat á, var í þjóðlegum stíl, hauskúpa af hesti á þremur hrossleggjum, og undir kist- unum voru hauskúpur af selum eða hundum, rauðmálaðar eða grænar. Aldrei hafði ég gert nesti mínu önnur eins skil og í þessum einkenni- legu híbýlum. Ég bauð húsráðendum að matast með mér, og síðan bjó ég mér hvílu úr skinnfeldinum og ábreiðum skorðuðum milli tveggja kofforta og kassa til fóta. Rétt þegar ég var að leggjast út af, kom unga konan með mjólk handa mér. Ég lét skálina á kassann og rak henni remb- ingskoss, en hún hneigði sig djúpt og fór út. Frá Bakkarholti stefndum við á Reykjanesskagann til suðvesturs. Þar eru miklir brennisteinshverir. Skammt frá hverasvæðinu búa holds- veikir menn einir sér.1 Holdsveiki og elefantiasis2 er talsvert útbreidd á ís- landi. Á veturna lifa landsmenn mik- ið á úldnum fiski, og það gerir sitt til að viðhalda þessum sjúkdómum. Þeir eru svo sólgnir í skemmdan mat, að tunna af súru smjöri er helmingi dýr- ari en tunna af nýju smjöri. Matar- hæfi hefir breytzt til batnaðar á seinni árum, og að sama skapi hefir dregið úr næringarsjúkdómum, en ég þurfti ekki annað en líta í kring um mig til að sjá, að enn eru þeir ekki horfnir. Þegar ég reið þarna hjá, gægðust hinir holdsveiku feimnislega 1) Hér er um einhvem mgling að ræða. Holdsveikraspítalar vom lagðir niður með kon- ungsbréfi 1848, en hugsanlegt er, að sjúklingar hafi verið settir niður á einhvern bæ í Olfusi. — 2) Fílildi, bólga, ofvöxtur í útlimum, eymm og nefi. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.