Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 103
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS Til mín kom gömul kona og bauð mér ullarsokka til sölu; ég hafði enga peninga á mér, en hún virtist hæst ánægð með afganginn af kvöldverði mínum, sem ég dró upp úr vasanum: átta möndlur, sex gráfíkjur og rús- ínuklasa. Fólkið hafði mikla skemmt- un af að heyra mig leika á flautu, sem einn vélamaðurinn smíðaði fyrir mig um borð. Ég tók hana með, þeg- ar ég fór í land til að skemmta mér og öðrum, enn fremur myndakíki, sem ég keypti í Edinborg á sex pence. Þegar ég hafði greitt sokkana, settist ég á grasflöt umkringdur sex konum, nítján börnum og presti, sem leit út eins og hálfviti, dró síðan upp hið frumstæða hljóðfæri og skemmti áheyrendum með fjölbreyttri söng- skrá! Tel ég lögin úr Svefngenglin- um og Helenu fögru hafa notið sín einna bezt. Að hlj ómleikunum loknum bjóst ég til að halda aftur um borð, er menn komu til mín með stúlku um tvítugt með barn í fanginu. Faðir stúlkunnar var með henni, og hélt hann á gömlu sendibréfi. Mér voru gefnar alls konar skýringar á ís- lenzku, sem ég botnaði ekkert í, og loks rétti faðirinn mér bréfið, sem var á frönsku. Ég las það, en var engu nær. Bréfið var frá eiginkonu ein- hvers sjómanns, Le Blanc að nafni, og fjallaði um einkamál. Meðan ég velti vöngum yfir þessu, kom prestur nokkur ríðandi innan úr sveit á dökk- um jó. Hann hafði vígzt til Patreks- fjarðarprestakalls fyrir átta mánuð- um, en ekki komizt í hið nýja brauð sitt vegna samgönguerfiðleika. Nú vildi hann reyna að fá sér far með varðskipinu. Ég lofaði að koma hon- um á framfæri við skipherrann, en með því að hann talaði góða latínu, bað ég hann að útskýra, hvað þessi kona vildi mér. Saga hennar var í stuttu máli þessi. Fyrir tveimur árum varð franskur sjómaður, Le Blanc, skipreika í fjarðarmynninu. Hann komst heim að bæ bóndans, sem þarna var stadd- ur og var tekið af þeirri gestrisni, sem ókunnugir eiga ætíð vísa hjá þessu góða fólki. íslendingurinn átti gjafvaxta dóttur, og Le Blanc fannst tilvalið að kvænast henni, meðan hann biði komu fiskiflotans næsta vor. Hann bað um hönd bóndadóttur, og var það auðsótt mál. Prestur var sóttur og skötuhjúin gefin saman. Jafnskjótt og sól hækkaði á lofti lagði Le Blanc af stað til Patreksfjarðar með tvo til reiðar og ráðgerði að koma eftir viku, en síðan hefur ekkert til hans spurzt. Það er álitið, að hann hafi komizt um borð í duggu og siglt til Frakklands. Mönnum þykir hon- um dveljast þar full lengi, og konan spyr, hvort ég hafi ekki séð hann. Ég neyddist til að játa, að ég þekkti manninn ekkert, en hún taldi víst, að allir Frakkar þekktust og hrópaði: „Og hann sem er Frakki!“ 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.