Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 107
UMSAGNIR UM BÆKUR Svo nálægt guði eg geng, að get ég rétt út hönd og fundið handtak hans sem hlýju á kuldans strönd. Ég óttast ekki nótt um eyðidapurt hjam: Ég lifi í ljósi guðs, hans litla bam. Svo nálægt guði eg geng, að get ég hvíslað lágt: Hann heyrir hjartans þrá og hugans andardrátt. Ei glatast bljúglynd bæn, þótt blási kalt um hjam, — svo elskar guð mig æ, sitt unga bam. Þessi tvö vers heita ekkert nema „Úr ensku“, og einskis höfundar er getið. Kannski eru þau ekki eftir neinn sérstakan, heldur barnið í okkur öllum, en það var vel gert að koma þeim á framfæri. Þórarinn Guðnason. Loftur Guðmundsson: Jónsmessunætur martröð á fjallinu helga Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri. etta er engin martröð, maður getur hve- nær sem er, fyrirhafnarlaust, rofið áhrifavaldið og lagt frá sér bókina. Sagan hefst á því að maður rekur „votan rauðhærðan kollinn upp úr lognsléttum og sólglitrandi haffletinum" og kemur auga á þrjár persónur, tvo karimenn og eina konu, í gúmmíbáti. Þetta eru, ásamt honum, einu farþegamir sem komizt hafa lífs af þegar flugvél fórst. Maðurinn með rauða koliinn er sögumaður sjálfur og afkomandi Mýra- manna og Snorra, hvað hann oftlega tekur fram síðar í sögunni; hann hefur verið í bandaríkjunum og lært meðal annars „geislavönun góðhesta“. Þegar sá rauðhærði hefur um stund leik- ið kvikmyndahlutverk fyrir annan kari- manninn í gúmmíbátnum, sem er kvik- myndasmiður, með þeim árangri að hann drepur hinn karlmanninn, en kvikmynda- smiðurinn steypir sér í sjóinn og er étinn af hákörlum, kemst hann loks að landi með stúlkuna, sem að gefnu tilefni nefnist ýmist lífskvæði hans eða musterisgyðjan. Og í þessu landi, sem aldrei er vitað hvert er, komast þau bæði í hin furðulegustu ævin- týri sem ekki verður nánar frá sagt hér. En í þessum ævintýrum er brugðið upp afskræmdum myndum af mörgum þjóðfé- lagsfyrirbærum og samskiptum manna, og er það því innihald skáldsögunnar, og túlk- un þess tilraun höfundar til að vekja menn til umhugsunar á því efni. Ifvernig hefur þetta tekizt? Sagan er rituð af miklu fjöri, hugkvæmni og mikilli mælsku. Þó er hún eiginlega ekki spennandi, og er það fyrst og fremst því að kenna að höfundur hefur ekki gætt sögu- persónur sínar mannlegum einkunnum. Þetta eru aðeins framhliðar á fólki, dregn- ar upp til skýringar á viðfangsefni höfund- ar. Og af því leiðir einnig að lesandanum finnst hann fremur vera að lesa fjarstæðu- kennda skýrslu um þessa atburði en hann kynnist mönnum sem ábyrgir séu fyrir þessu heimskulega aldarfari. Þetta er revýa sem tekur til meðferðar vandamál þjóðfélagsins, menningu þess, stjórnarfar, embættismenn, listir, blaða- mennsku, húsnæðismál, happdrætti og fleira. En það fer fyrir höfundi eins og blaðamönnunum sem hann lýsir og eru allir tannlausir — revýan hans bítur ekki, satír- an er meira í ætt við Spegilinn en Voltaire. ímyndunarafl skortir höfundinn ekki, en TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 97 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.