Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 110
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „Ofviðrið“ er hreinn ævintýraleikur með öllum helztu einkennum hins spennandi æv- intýrs: ást og hatri, hættum og hafvillu, galdri og gjömingum, svikum og sáttum. En veldur hver á heldur. Hér gefst skáldinu tækifæri til að heilla yndislega ljóðræna hljóma úr hörpu sinni. Hlustum t. d. andar- tak á andann íris: „Orláta Seres, garða og gróðurreiti með gu’lin öx af byggi, rúgi og hveiti, — þín grónu fjöll með hvítum hjarðabreiðum um haglönd græn og rauðum berjaheiðum, þinn lækjastraum með grafin giljabörð í gljúpan teig um aprílvota jörð, sem lindadísum léttan skrúða velur, — og lundinn þar sem sveinn í skugga dvelur með ástarsorg, — þinn drúfu-vafningsvið, þinn veðurbarða ldett við sævarnið, þar sem þú svalar kinn við golu-koss, þú skalt kveðja og ganga í leik með oss; því hingað svífur himnadrottning blíð; með hennar boð um regnbogann ég líð. Heyr páa-dyn! ég Hennar Hátign kenni. Kom hingað, Seres góð, að fagna henni. Eins og sjá má af dæmi þessu heldur hér á penna hönd sama snilfdarþýðandans og fyrr. Sá, er þetta ritar hefur af handahófi gert samanburð á enska textanum og þeim íslenzka og virðist sama hvar komið er nið- ur: allt ber að sama brunni um vandvirkn- ina. Hér haldast í hendur skáldleg innsýn og nákvæmni í smáu sem stóru, enda er hrein nautn að lesa þessar ágætu þýðingar. Sumt fólk má tæpast heyra nefnd verk Shakespeares og virðist halda, að þar séu á ferð svo tormeltar bókmenntir, að tæplega taki því að leggja það á sig að lesa þær. Þetta er hinn mesti misskilningur, þótt tor- ráðna kafla megi finna í sumum dýpstu harmleikjum hans. Vissulega þarf talsverða þekkingu á enskri tungu til þess að njóta verkanna fyllilega á frummálinu. En með þessum afbragðsþýðingum Helga Hálfdan- arsonar er hverjum íslenzkum almúgamanni opnaður nýr dásamlegur heimur andlegrar fegurðar. Hér er á ferð iðandi líf mann- legra tilfinninga. Hér getur hver lesandi fundið nokkuð af sjálfum sér einhvers stað- ar og á því auðvelt með að samrætast per- sónum skáldsins, því sálarlífslýsingar þess eru sígildar, óháðar stað og tíma. Maðurinn blífur. Eins og getið er hér að framan er þriðja leikritið í þessu bindi Hinrik fjórði, fyrra leikritið. Gefur það okkur góða von um að vænta megi síðara leikritsins í framhaldi þessarar stórmerku útgáfu. Þetta mun vera fyrsta leikritið úr flokki sagnfræðiverka skáldsins, sem þýtt liefur verið á íslenzku. Þessi leikritaflokkur fjallar um tímabilið í sögu Englands frá 1199—1533. Idefst hann á leikriti um Jóhann landlausa og endar á leikriti, sem fjallar um Hinrik áttunda, en hann lézt árið 1547. I von um framhald þessa ágætisverks verður því slegið á frest að fjalla hér nán- ara um síðasta leikritið í þessu bindi, þar til síðara leikritið birtist frá hendi þessa merka þýðanda, og gefst þá vonandi tæki- færi til að ræða nokkuð ýtarlegar þennan flokk leikrita skáldjöfursins. Bókaútgáfunni Heimskringlu er mikill sómi að útgáfu þessara verka, því hér er verið að lyfta Grettistaki í íslenzkum bók- menntum. Ævar R. Kvaran. Nikolai Ostrovski: Hetjuraun Þóra Vigfúsdóttir íslenzkaði. Heimskringla, MCMLVII. ið íslendingar höfum jafnan verið mikl- ir unnendur persónusögunnar. Drjúgur 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.