Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 110
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Ofviðrið“ er hreinn ævintýraleikur með
öllum helztu einkennum hins spennandi æv-
intýrs: ást og hatri, hættum og hafvillu,
galdri og gjömingum, svikum og sáttum.
En veldur hver á heldur. Hér gefst skáldinu
tækifæri til að heilla yndislega ljóðræna
hljóma úr hörpu sinni. Hlustum t. d. andar-
tak á andann íris:
„Orláta Seres, garða og gróðurreiti
með gu’lin öx af byggi, rúgi og hveiti, —
þín grónu fjöll með hvítum hjarðabreiðum
um haglönd græn og rauðum berjaheiðum,
þinn lækjastraum með grafin giljabörð
í gljúpan teig um aprílvota jörð,
sem lindadísum léttan skrúða velur, —
og lundinn þar sem sveinn í skugga dvelur
með ástarsorg, — þinn drúfu-vafningsvið,
þinn veðurbarða ldett við sævarnið,
þar sem þú svalar kinn við golu-koss,
þú skalt kveðja og ganga í leik með oss;
því hingað svífur himnadrottning blíð;
með hennar boð um regnbogann ég líð.
Heyr páa-dyn! ég Hennar Hátign kenni.
Kom hingað, Seres góð, að fagna henni.
Eins og sjá má af dæmi þessu heldur hér
á penna hönd sama snilfdarþýðandans og
fyrr. Sá, er þetta ritar hefur af handahófi
gert samanburð á enska textanum og þeim
íslenzka og virðist sama hvar komið er nið-
ur: allt ber að sama brunni um vandvirkn-
ina. Hér haldast í hendur skáldleg innsýn
og nákvæmni í smáu sem stóru, enda er
hrein nautn að lesa þessar ágætu þýðingar.
Sumt fólk má tæpast heyra nefnd verk
Shakespeares og virðist halda, að þar séu á
ferð svo tormeltar bókmenntir, að tæplega
taki því að leggja það á sig að lesa þær.
Þetta er hinn mesti misskilningur, þótt tor-
ráðna kafla megi finna í sumum dýpstu
harmleikjum hans. Vissulega þarf talsverða
þekkingu á enskri tungu til þess að njóta
verkanna fyllilega á frummálinu. En með
þessum afbragðsþýðingum Helga Hálfdan-
arsonar er hverjum íslenzkum almúgamanni
opnaður nýr dásamlegur heimur andlegrar
fegurðar. Hér er á ferð iðandi líf mann-
legra tilfinninga. Hér getur hver lesandi
fundið nokkuð af sjálfum sér einhvers stað-
ar og á því auðvelt með að samrætast per-
sónum skáldsins, því sálarlífslýsingar þess
eru sígildar, óháðar stað og tíma. Maðurinn
blífur.
Eins og getið er hér að framan er þriðja
leikritið í þessu bindi Hinrik fjórði, fyrra
leikritið. Gefur það okkur góða von um að
vænta megi síðara leikritsins í framhaldi
þessarar stórmerku útgáfu. Þetta mun vera
fyrsta leikritið úr flokki sagnfræðiverka
skáldsins, sem þýtt liefur verið á íslenzku.
Þessi leikritaflokkur fjallar um tímabilið í
sögu Englands frá 1199—1533. Idefst hann
á leikriti um Jóhann landlausa og endar á
leikriti, sem fjallar um Hinrik áttunda, en
hann lézt árið 1547.
I von um framhald þessa ágætisverks
verður því slegið á frest að fjalla hér nán-
ara um síðasta leikritið í þessu bindi, þar
til síðara leikritið birtist frá hendi þessa
merka þýðanda, og gefst þá vonandi tæki-
færi til að ræða nokkuð ýtarlegar þennan
flokk leikrita skáldjöfursins.
Bókaútgáfunni Heimskringlu er mikill
sómi að útgáfu þessara verka, því hér er
verið að lyfta Grettistaki í íslenzkum bók-
menntum.
Ævar R. Kvaran.
Nikolai Ostrovski:
Hetjuraun
Þóra Vigfúsdóttir íslenzkaði.
Heimskringla, MCMLVII.
ið íslendingar höfum jafnan verið mikl-
ir unnendur persónusögunnar. Drjúgur
100