Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 7
ÞORVALDUR ÞORARINSSON r Landhelgi Islands Orstutt yjirlit um löggjöf og sögu. Landam erkjamál eru engin ný- lunda hér á landi og eru ekki enn- þá úr sögunni, en hitt hefSi þótt fyrir- sögn einhverntíma að íslendingar ættu eftir að lenda í deilu um landa- mæri sín. Sú deila hefur staðið síðan árið 1903 er Bretar lögðu undir sig mestöll íslandsmið með hinum ill- ræmda samningi, sem þeir gerðu við Dani árið 1901, að íslendingum forn- spurðum, og færðu landhelgislínuna næstum upp í fjöru. I Á þjóðveldistímanum 930—1264 sátu íslendingar einir að miðum sín- um. Hinar ýtarlegu lagareglur Grá- gásar fjalla því fyrst og fremst um réttindi landsmanna til fiskveiða, hvalveiða, fuglaveiða og reka með ströndum fram, enda var íslending- um talinn einkaréttur til allra veiða hér við land, og er fullvíst að regla rómverskra laga um athafnafrelsi á hafinu gilti aldrei hér á landi. Á svæði því sem netlög kallaðist fylgdi jörð- um allur veiðiréttur í sjó. Þar fvrir utan var annað belti, rekamark, þar sem landeigandi átti einkarétt til þess að hirða hverskonar rekald. En utan við rekamark kallaðist almenning liafs. Þetta hafsvæði var öllum lands- mönnum frjálst, þó að héraðsmenn kunni að hafa notið einhverrar sér- stöðu. Sérstakt ákvæði um siglingar bendir til þess að flóar og firðir hafi verið taldir hluti landsins í lagalegum skilningi, þar eð skipsferð var talið lokið þegar skipið var komið svo nærri landi „að nes ganga af megin- landi út um skutstafn“. Á árunum 1262—64 komst ísland undir Noregskonung, og árið 1380 komust bæði ríkin undir dönsku krúnuna. Þó að Island yrði þá í mörg- um greinum einskonar nýlenda hélt landið allvíðtækri heimastjórn og var í ýmsum efnum sérstakt ríki. Árið 1281 var /óíísðó&Iögtekin hér á landi. Upp í hana voru teknar flestar megin- reglur Grágásar um netlög, rekamark (fiskhelgi) og almenning hafs. Ýmis af þessum ákvæðum giltu óbreytt allt til ársins 1849, og nokkur eru í gildi enn í dag. En þar eð útlendingar stunduðu 85 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.