Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ekki fiskveiðar hér við land fyrr en
snemma á 15. öld, nutu íslendingar
algers einkaréttar á miðunum. Þess-
vegna var ekki þörf á sérstakri lög-
gjöf um athafnir erlendra fiskimanna
á þessu tímabili. Þar við bættist að
Noregskonungur hafði bannað verzl-
un og siglingar til íslands, sbr. t. d.
samning hans við Þjóðverja 6. júlí
1294. Þar leyfði hann Þjóðverjum
verzlun í Noregi, þó ekki „til hinna
norðlægu landa handan Björgvinj-
ar“. Þegar fram liðu stundir var bann
þetta berum orðum látið ná til fisk-
veiða við Island. Einnig varð það til
þess að styrkja aðstöðu íslands í þess-
um efnum að Noregskonungur hafði
frá fornu fari krafizt óskoraðs for-
ræðis yfir Norðurhöfum (dominium
maris septentrionalis). Noregur og
Danmörk voru í konungssambandi
frá 1380 til 1814, og um skeið fór
Danmörk ein með konungsvaldið á
Norðurlöndum öllum. Danakonungar
gátu því með miklum rétti krafizt for-
ræðis yfir Norðurhöfum, enda viður-
kenndu aðrir þjóðhöfðingjar rétt
þeirra. Nægir í því efni að minna á
sendiför erindreka Eiríks konungs af
Pommern til Englands árið 1415.
Árangur þeirrar farar varð sá að
Englandskonungur bannaði 28. nóv.
1415 þegnum sínum fiskveiðar við
ísland. Bann þetta kom þó ekki að til-
ætluðum notum. Hannes Pálsson get-
ur þess í skýrslu sinni 1425 að Eng-
lendingar fari hér um með yfirgangi
og ránum þó að öllum útlendingum
sé bannað að koma til íslands, að við-
lögðum eignamissi og dauðarefsingu.
Og í Lönguréttarbót 26. nóv. 1450 er
kveðið svo á að enskir menn og írsk-
ir sem til íslands fara í óleyfi skuli
vera óhelgir, en skip þeirra og fé upp-
tækt.
II
Eftir að útlendingar tóku að sækja
fiskveiðar hér við land hófst and-
spyrna íslendinga, enda var þessi
starfsemi talin brjóta í bága við kröfu
konungs um forræði yfir Norður-
höfum og einnig vera brot á fornum
landsréttindum og lögum íslands.
Hinir erlendu fiskimenn reyndu að
koma sér upp verstöðvum í landi og
hafa útræði þaðan. Til þeirra hefði
þá leitað verkafólk frá bændum, en
við þeirri þróun spornuðu konungur
og innlendir valdamenn, enda hefði
hún gereytt efnahags- og valdakerfi
landsins. Og nú hófst einn athyglis-
verðasti kaflinn í stjórnmálasögu ís-
lenzkra miðalda. Alþingi tók iðulega
fram fyrir hendurnar á konungi. Eins
var um einstök héruð. Margir tugir
dóma og samþykkta sem eru í raun
réttri löggjöf þjóðar er skoðar sig
fullvalda þrátt fyrir nýlendustöðuna
sanna þetta.
Með hinum fræga Píningsdómi 1.
júh' 1490 reynir Alþingi að helga Is-
lendingum einum grunnmiðin, og ó-
gildir þar með tilslakanir konungs.
86