Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 16
SVEUKIR KRISTJ ANSSON Ræða flutt á afmælishátíð MÍR 27. marz 1960 Herra íorseti! Virðulega forseta- frú! Herra menntamálaráð- herra! Herra ambassador Ráðstjórn- arríkjanna! Góðir áheyrendur! Þegar Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarríkjanna voru stofnuð fyrir tíu árum var tilgangi þessa fé- lagsskapar lýst svo í lögum hans, „að koma á og halda uppi menningarlegu samstarfi milli íslands og Ráðstjórn- arríkjanna, að veita fræðslu um menningu, þjóðfélagshætti og vísindi í Ráðstjórnarríkjunum og stuðla að því að kynna þar íslenzka menningu, bókmenntir og listir.“ Þegar MÍR lít- ur um öxl þennan áratug virðist fé- lagið mega allvel una þeim árangri sem náðst hefur, miðað við allar að- stæður. Á þessum tíu árum hefur MÍR gengizt fyrir þvi, að hingað til lands hafa komið ellefu sendinefndir lista- manna og vísindamanna frá Ráð- stjórnarríkjunum, og má það með sanni segja, að þar liafi verið valinn maður í hverju rúmi. Listamenn þeirra í fremstu röð hafa á hverju ári sótt okkur heim og túlkað fyrir okkur list, sem slendur jafnfætis því bezta sem heimurinn hefur á boðstólum, svo ekki sé meira sagt. Aðeins það bezla hefur þótt Islandi hæfa. Heim- sóknir sovézkra listamanna hafa á þessum árum orðið fastir liðir í ís- lenzku lista- og menningarlífi, og okk- ur mundi þykja tómt um okkur og við sakna vinar í stað, ef þessar heim- sóknir félli niður. I annan stað hafa íslenzkar sendinefndir vísindamanna og listamanna og annarra sótt Ráð- stjórnarríkin heim, menn af sundur- leitum flokkum og lífsskoðunum og hafa kynnt sér eftir mætti þjóðlíf og menningu í þessu umdeilda landi. Af þessu hafa sprottið gagnkvæm kynni, sem reynzt hafa holl báðum aðilum. Þessi áratugur sem genginn er síð- an Menningartengsl íslands og Ráð- stjórnarríkjanna voru stofnuð er nú liðin saga og hefur hlotið sína nafn- gift. Þetta voru ár kalda stríðsins. Það gat ekki hjá því farið, að þessi félagsskapur, sem við minnumst í dag, hafi kennt kulda þessara ára. Fé- lagið hafði oft storminn í fangið, eu það hvikaði aldrei frá tilgangi sínum 94

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.