Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 16
SVEUKIR KRISTJ ANSSON Ræða flutt á afmælishátíð MÍR 27. marz 1960 Herra íorseti! Virðulega forseta- frú! Herra menntamálaráð- herra! Herra ambassador Ráðstjórn- arríkjanna! Góðir áheyrendur! Þegar Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarríkjanna voru stofnuð fyrir tíu árum var tilgangi þessa fé- lagsskapar lýst svo í lögum hans, „að koma á og halda uppi menningarlegu samstarfi milli íslands og Ráðstjórn- arríkjanna, að veita fræðslu um menningu, þjóðfélagshætti og vísindi í Ráðstjórnarríkjunum og stuðla að því að kynna þar íslenzka menningu, bókmenntir og listir.“ Þegar MÍR lít- ur um öxl þennan áratug virðist fé- lagið mega allvel una þeim árangri sem náðst hefur, miðað við allar að- stæður. Á þessum tíu árum hefur MÍR gengizt fyrir þvi, að hingað til lands hafa komið ellefu sendinefndir lista- manna og vísindamanna frá Ráð- stjórnarríkjunum, og má það með sanni segja, að þar liafi verið valinn maður í hverju rúmi. Listamenn þeirra í fremstu röð hafa á hverju ári sótt okkur heim og túlkað fyrir okkur list, sem slendur jafnfætis því bezta sem heimurinn hefur á boðstólum, svo ekki sé meira sagt. Aðeins það bezla hefur þótt Islandi hæfa. Heim- sóknir sovézkra listamanna hafa á þessum árum orðið fastir liðir í ís- lenzku lista- og menningarlífi, og okk- ur mundi þykja tómt um okkur og við sakna vinar í stað, ef þessar heim- sóknir félli niður. I annan stað hafa íslenzkar sendinefndir vísindamanna og listamanna og annarra sótt Ráð- stjórnarríkin heim, menn af sundur- leitum flokkum og lífsskoðunum og hafa kynnt sér eftir mætti þjóðlíf og menningu í þessu umdeilda landi. Af þessu hafa sprottið gagnkvæm kynni, sem reynzt hafa holl báðum aðilum. Þessi áratugur sem genginn er síð- an Menningartengsl íslands og Ráð- stjórnarríkjanna voru stofnuð er nú liðin saga og hefur hlotið sína nafn- gift. Þetta voru ár kalda stríðsins. Það gat ekki hjá því farið, að þessi félagsskapur, sem við minnumst í dag, hafi kennt kulda þessara ára. Fé- lagið hafði oft storminn í fangið, eu það hvikaði aldrei frá tilgangi sínum 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.