Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 17

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 17
RÆÐA og felldi ekki seglin. Því tókst þrátt fyrir mótbyr og andstreymi að laða til sín menn úr öllum stéttum þjóðfélags- ins, er vildu sinna þeim málstað, er félagið barðist fyrir, og þær viðtökur er sovézkir gestir okkar áttu að fagna meðal almennings, sýndu ljóslega að jarðvegur var hér í landinu fyrir menningarkynni við Ráðstj órnarrík- in. Þessa er sjálfsagt að minnast nú, er vonir standa til að blíðari vindar blási um heiminn á þeim áratug sem nú er að ganga í garð. Eg sagði áðan, að Ráðstjórnarrík- in væru umdeilt land. Svo hefur það verið allt frá þeirri stundu, er þau voru i heiminn borin fyrir rúmlega fjörutíu árum. Engin söguleg stað- reynd okkar aldar hefur verið svo um- deild, engin eins hötuð og elskuð. engin skipt mönnum svo í fylkingar og Ráðstjórnarríkin. í hinum sundur- leitu dómum manna um þau birtist mikilvægi þeirra sem sögulegrar stað- reyndar. I fjóra áratugi hafa margar stjörnuspár verið gerðar um afdrif og örlög þessarar staðreyndar aldar okkar og eru þær nú flestar orðnar furður, sem sagan geymir á söfnum sínum. En staðreyndin blífur. Og nú eru menn orðnir þreyttir á að spá í korg og stjörnur og verða að sætta sig við veruleikann: tilveru Ráð- stjórnarríkjanna um ókomnar aldir á þessari jörð — og jafnvel himintungl þeirra á festingunni! A áratugi kalda stríðsins, þessum dögum óttans og tortryggninnar, kom það ósjaldan fyrir, að ýmsir hefðarmenn heimsins virtust hafa týnt veruleikaskyninu og töldu, að tilvera Ráðstjórnarríkjanna væri aðeins stundar fyrirbæri, sem hrekja mætti út af hnettinum með vel útilátnu höggi. Eitt af víðlesnustu blöðum Bandaríkjanna birti einu sinni á þessum árum lýsingu af Ráð- stjórnarríkjunum að aflokinni kjarn- orkustyrjöld og keypti nafntogaða rithöfunda til að greina frá því hvern- ig ala skyldi upp hina sigruðu þjóð. En viðburðir síðustu ára hafa gefið flestum þessara manna jafnvægisskyn- ið aftur. Þess var líka sannarlega þörf. Á dögum kalda stríðsins var það barið inn í menn, að austrið og vestr- ið væru andstæður, sem aldrei mundu þrífast saman á þessari jörð. En lífs- nauðsynin er öllum bollaleggingum mannanna meiri. Lífsnauðsyn manna, hvort sem þeir búa í vestri eða austri, er, að þessar höfuðáttir sætti sig við tilveru hvor annarrar. Hinn kostuv- inn er nefnilega dauðinn. Það eru ekki æði mörg ár síðan að einn af fremstu stjórnmálamönnum Vesturlanda sagði það í ræðu, að vestræn menning lifði undir hlífis- skildi kjarnorkusprengjunnar. Nú hljóma þessi orð eins og öfugmæla- vísa. Nú stendur vestrið og austrið undir þessum hlífisskildi, og bæði ör- vænta um hag sinn. f vestri og austri hafa menn lagt allt mannvit sitl og 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.