Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
jarðneskan afla í að smíða helvélar
til tortímingar lífi, en vakna svo við
það einn góðan veðurdag, að skeiðið
er á enda runnið, að enginn getur
orðið sigurvegari ef þessum vélum
lýstur saman, en eilíf nóttin ríkir éin
yfir dauðum val. Hagnýtt mannvit
hefur aldrei rist dýpra en á vorum
dögum, það hefur jafnvel lagzt svo
djúpt, að það hefur í hendinni tækin
til að slökkva þann mannvitsneista,
sem kviknaði í þessum heimi endur
fyrir löngu á mörkum manns og dýrs.
A þeirri stundu er vestrænir menn og
austrænir skilja þetta er þess nokkur
kostur að binda enda á örvæntingu og
ótta kalda stríðsins og hefja annan
og léttari brag á okkar góðu grænu
jörð. Það er á valdi mannanna sjálfra
hvort svo verður. Það er á valdi
manna í austri og vestri hvort þeir
láta sverfa til stáls og leita friðsam-
legra samlífshátta.
Stórveldum heimsins vestan tjalds
og austan hefur verið lögð mikil á-
byrgð á herðar. En ábyrgðin hvílir
ekki á þeim einum. Ábyrgðin hvílir á
öllum þjóðum, stórum og smáum,
þegar svo er komið málum, að hvert
blaktandi strá á jörðunni er í lífs-
hættu statt. Þá rís hlutur smáþjóð-
anna hæst þegar bera þarf friðarorð
milli stórþjóða, sem hafa ekki losað
sig úr þeirri blekkingu, að vopnavald
geti enn skipað málum manna á hnett-
inum. Hvert framlag, hversu lítið sem
það kann að virðast, til þess að draga
úr átökum hinna vestrænu og aust-
rænu stórvelda, bera sættir á milli og
aukinn skilning, er af hinu góða. Og
því ber einnig að virða viðleitni
Menningartengsla Islands og Ráð-
stjórnarríkjanna til að efla vináttu
með einu mesta stórveldi heims og
hinni smæstu smáþjóð heims. Þetta
er að vísu aðeins lítill þáttur í því alls-
herjarverkefni okkar tíma að eyða
fæðinni milli austurs og vesturs.
Þrátt fyrir smæð okkar eru íslending-
ar að sumu leyti betur búnir en marg-
ir aðrir til þess að leggja fram sinn
skerf í þessu efni. Landfræðilega og
efnahagslega stöndum við á marka-
skilum í tilverunni og verðum að
horfa bæði í austur og vestur. Við
getum að vísu sem einstaklingar haft
ráð á að stara okkur blinda í eina átt,
ef okkur lystir, en sem þjóð verðum
við að líkjast því gamla rómverska
goði Janusi og horfa bæði fram og
aftur. Við leitum viðskipta við þjóð-
ir í öllum heimsálfum og sendum
syni okkar og dætur til náms í vestur-
veg og austurveg eftir því sem verk-
ast vill. Um árabil hafa Ráðstjórnar-
ríkin verið einn stórtækasti viðskipta-
vinur okkar og því verður heldur ekki
gleymt, að þau standa nú ein allra
svokallaðra stórvelda við hlið okkar
og styðja málstað okkar í örlagamáli
þjóðarinnar, landhelgismálinu. Þótt
ekki væri fyrir annað þá hefðum við
96