Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hver klukkustundin leið af annarri án þess að Mattis yrði þess var. Sólin var löngu hætt að skína á hvítþyrninn og var nú að hverfa bak við hæðadrög- in. Uti á enginu heyrðist endrum og eins garg akurhænsnanna. Einmana læ- virki hóf sig til flugs og vall um stund, síðan lét hann aftur fallast niður í vor- kaldan rúginn. Og svo voru lævirkjarnir þagnaðir. Mattis heyrði ekkert. Hann var í öðrum heimi. Hann ferðaðist um fornöld og miðaldir og hamraði járnið í heitum afli evrópskrar sögu. En kalt var hér allt um það. Honum var sárkalt. Og nú fann hann til sultar og hann fálmaði til brjóstsykurspokans með krók- loppinni hendi. Brjóstsykur krakkanna. Síðan kastaði Mattis pokanum frá sér og vísaði freistingunni á bug. En það tókst ekki til fulls, og hann minntist þess, að hann var líka með kandís sem móðir hans átti. Og hann bruddi nokkra smáa kandísmola. Nú fann hann til sársauka í tönnunum, rækalls hol- óttu tönnunum. Hann lá hríðskjálfandi og kveinkaði sér dálítið. En þrátt fyr- ir kulda og tannpínu hélt hann áfram að lesa eins og hann ætti lífið að leysa. Hugur hans var hið mikla svið heimssögunnar, þar sem fundum þeirra Karls hins einfalda og Göngu-Hrólfs bar saman. „Þegar Hrólfur kom til Frakkakonungs, Karls hins einfalda, átti hann eins og siður var að krjúpa á kné fyrir honum og kyssa hann á fótinn. „Ég hef aldrei kropið fyrir neinum, mælti Hrólfur og heldur aldrei kysst neinn á fótinn.“ Einn manna hans átti þá að gera það. Víkingurinn gekk fram, þreif til fótarins og bar hann svo snöggt upp að munni sér, að Karl konungur datt aftur yfir sig. Þá hlógu allir Normannar.“ Þá hló Mattías Mattíassen. Ég hef heldur aldrei kropið fyrir neinum, sagði Mattis upphátt við sjálfan sig, og heldur aldrei kysst neinn á fótinn. En nú varð hann hljóður og hræddur og hætti að lesa. Það var ekki satt, hann hafði kropið á kné með móður sinni og hinu heimilisfólkinu, þegar faðir hans var á kránni eða veikindi voru á heim- ilinu. Og sem Mattis lá þarna í grasinu með doðrantinn, létti hann á lijarta sínu og spennti greipar. Ég þakka fyrir, að ég skuli geta lesið, volaði hann. Og hin volduga tónlist hljómaði aftur fyrir eyrum hans, hann varð aftur frá sér numinn af fögnuði. Kolumbus, Vasco da Gama, Kolumbus, Kolumbus. Degi tók að halla. Kvöldið var mjög kalt. Mattis var að krókna úr kulda. Hann var sár í hálsinum og sveið í limina, þar á ofan hafði hann tannverk. Smám saman grúfðist myrkrið yfir hann, en liann gat ekki hætt að lesa. Hann hékk yfir hókinni eins og dæmdur, það lá við að augnahárin snertu blöðin. Orðin dönsuðu fyrir augum hans og fóru í felur fyrir honum, með erfiðis- munum reyndi hann að höndla eitt og eitt orð, geta sér þeirra til, fæða þau í 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.