Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 27
BÓKIN þjáningu, já það var í raun og sannleika eins og hann skapaði sjálfur mann- kynssöguna í allri sinni Jjjáningu. En nú var hann að þrotum kominn. Hann stóð upp valtur á fótum með grát- stafinn í kverkunum af þreytu og vonbrigðum. Hann hélt vísifingrinum í hók- inni, þar sem hann hafði hætt að lesa. Umhverfið var orðið gerbreytt frá því hann leit siðast í kringum sig. Myrkur og dularfull kyrrð grúfði yfir öllu, þjakandi eins og í tómri kirkju. Mattis var ákaflega þreyttur og hugur hans úrvinda eftir hið stórfenglega ferðalag hans, en samt lá honm við gráti, svo nærri tók hann sér að geta ekki haldið áfram. Ymislegt furðulegt bar fyrir hann á heimleiðinni. Þegar hann skjögraði áfram fannst honum Göngu-Hrólfur og Marteinn Lúther koma og slást í för með honum. Þeir töluðu saman, og þeir yrtu á hann og honum létti í skapi og hann hló þegar þeir hlógu. Hann heyrði í mörgum, afar mörgum. Hann heyrði í stríðandi hersveitum úti á völlunum og í fjarska heyrði hann hófadyn og fótatak mikils manngrúa. Þjóðflokkar á flakki, og stór hafskip sá hann sigla í niðamyrkri yfir vellina, og borgir með undarlegum þökum og burstum gnæfðu yfir hæðirnar. Móðir hans var á fótum í myrkrinu, faðir hans var ekki heima. — Hann fór út að leita að þér, sagði hún. Móðir hans hegndi honum ekki, sagði ekkert, en hann grunaði að það hefði kveðið við annan tón, ef hann hefði komið nokkrum klukkustundum fyrr. Nú var hún búin að óttast svo lengi um hann. Hún strauk honum undir vangann, vinnulúnar hendur hennar voru þvalar. Hún hafði setið og hnuðlað svuntuna milli fingra sér og þerrað tárin úr aug- unum á milli, hugsaði hann. Hvar hefur þú verið? Ég var að lesa. Móðirin spurði einskis frekar, en fór í yfirhöfn og sagðist ætla að skreppa frá. Hún óttaðist líklega að faðirinn rækist einhvers staðar inn og fengi sér í staupinu, því að honum hætti til þess, þegar eitthvað bjátaði á. Móðirin gekk út og það skrölti í tréskónum, en Mattis skreiddist upp á stól og lagði bókina upp á klukkuna þar sem krakkarnir gátu ekki náð í hana. Nú fyrst tók hann vísifingurinn út úr bókinni. Fingurinn var alveg stirðnaður. Hann fór úr föt- unum og lagðist á rúmhálkinn við hliðina á yngri bróður sínum, sem stein- svaf. Hann lá og hlustaði á silalegt tif klukkunnar. Hann hafði líka undarlegt klukknahljóð fyrir eyrunum. Það setti að honum kuldahroll. Það er víst hita- 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.