Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 37
EYFIRZK FRÁSÖGN UM MÓÐUHARÐINDIN Lítil jráskýring livörsu misturið1 eður jarðbrunareykurinn auglýsti sig í þessari sveit sumarið 1783, með nokkrum þess verkunum fram- vegis. í Junio. lta d[ag] var hér að sjá í suðvestan- veðurátt og annars skýlausum himni gulleitt mórskuský, heldur í minna lagi um loftið, hvört ei mátti þó lengi sjá fyrir skýjaþykknis uppdrætti. Svo gætti hér og ekki mikið þvílíks loft- farfa sakir sama skýjaþykknis og norðan þokusefju er tíðast varaði inn til 12ta. Þá sýndi sig viðlíkur himin- litur með þunnri bláleitri móðusefju í fjölluin eftir nónbil, þó ei svo gefa kynni mönnum grunsemi um óvenju neina, því hér sést oft þvílík og jafn- vel (þó mjög sjaldan) meiri, og nefna menn svoddan kuldasefju eður bláma, og þykir sem sæti veðurbrigð- um til kulda, eður og annars kosta, hlýinda. 13a bar ei á blámamóðu þessari, því þoka var af hafi. 14da gættist nokkur vottur þvílíkr- ar móðu síðla dags, þó ei svo menn almennt hentu reiður á eður þækti orð á gjörandi. 15da Nokkur blámóðusefja í fjöll- um, helzt hallanda degi. 16da Nokkuð meiri, helzt að kveldi, þó ei sérlig. 17a Enn nú blámi nokkur í byggð og vóx heldur með utankulda í haf- golumál. 18da Nú vóx misturið mjög í kyrru og hlýju veðri, svo kynjum þókti gegna, einkum líðanda degi, í haf- golumál, gjörði þá ættingskulda og grilltust ei fjöll um tíma hin fjærstu til suðurs og norðurs. Blikuþám var á lofti, sem þykknaði við kveld; var þá mikill roði fyrir sólu að sjá og kring hana undir sólarlag. Lægði þá kulda- ættingsgoluna og þynnti nokkuð mist- urið. 19da Nú, að heiðum himni, var sveitin full með þetta mó-bláleita mistur allt um kring, svo valla og oft- ast alls ekki sást til fjalla hér um tvær mílur vegar fjær, og sama dimma var að sjá til hafs, þó lítið minni en til dala, þar til storinur snerist eftir mið- aftan til norðausturs, enda jók þá svo þetta mistur, og meir til hafs en sveita, að það gjörðist sem myrk þokukólga. Var þó annars allan dag 1 NB. Eg nefni þetta myrkur tíðast mistur, hvað apte [þ. e. réttilega] veit ég ekki, þar mistur sýnist máske dregið af mixtura, tek og ei heldur í forsvar, vili nokkur að finna. Enda scrupulera eg ekkert yfir þeirri nafngift. Það nægir að ljóst er hvað eg meina þar með. 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.