Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 39
EYFIRZK FRÁSÖGN UM MÓÐUHARÐINDIN 13da Með dimmasta móti og mesti sólarroði, viðlíkt og 21ta Junii. 14da Sér valla næstu fjalla skil af misturinu, og roði sami fyrir sólu. 15da Nú svo dimmt sem heið- myrkursþoka, sá naumast næstu bæja skil, en albyrgði sólu og fjöll. 16da Eins og í gær. Þó sá nú nokkrum sinnum til sólar, fagur- rauðrar framan af degi, en að líð- andi degi vóx svo dimman að ei sá gjörla til fjárhúsa á vellinum. 17da Þokublandið mistur og jafn- frammi miklir þrumudunir. 18da Mistur með þoku. 19da Ærið mistur, þó ekki í mesta lagi. 20ta Eins. 21ta Sáust ei framfjarðar fjöll og valla þau nálægari. 22an Með sama slag. 23a Lítið mistur, hjá því að hing- að til verið hefir. 24ða Eins lítið. 25ta Ber valla á misturi. 26ta Eins. 27da Meðaldimmt og sólarroði. 28da Þoku blandið. 29da Mikið mistur, byrgð fram- fjöll. 30ta Lítið. 31ta Mikið, einkum síðdags, og sólarroði að því skapi. / Augusto. lta Mikið mistur að morgni dags, en fór minnkandi. 2n Meðallags mikið. 3a I meira lagi. 4ða Síðdegis nær í mesta lagi, grillti ei framfjöll hér í firðinum úr miðri sveit, og sólarroði nokkur. 5ta Mikið, en þokublandið. 6ta Mikið, án þoku, og ærinn roði fyrir sólu. 7da Sömuleiðis. 8da Minna, og minni sólarroði. 9da Lítið, enda bar og ei á roða. lOda A sömu leið. llta Enn nú þannig. 12ta Mikið, og eins roðinn bæði kveld og morgun. 13da Aftur minna mistur, sást ei roði. 14da Bar ei á misturi. 15da Vottar aðeins til bláma í fjöllum. 16da Nú aftur yfrið síðdags, svo naumast grillti framfjöll og roði þó ei sem misturinu svaraði. 17da Lítið framandags, vóx við kveld og sólarroði. 18da Vóx þegar á daginn leið, svo valla grillti Núpufell frá Grund. 19da Lítið. 20ta Mikið, blánaði valla fyrir Núpufelli. Sólarroði, einkum að kveldi, nær því sem í mesta lagi. 21ta Lítið, einasta blámaryk í fjöllum. 22n Eins. 23ja Nú aftur mikið, sér djarfann til N[úpu]fells og stundum alls ekki. 24ða Mikið, og sló því nú venju 117

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.