Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR meira að jörðu niður, svo dimmt var í sveitinni, en sást valla eður ei í fjöll- um ofarlega. 25ta Lítið framan dags, vóx með utangolunni um tíma. 26ta Nú lítið framan dags, en var við, og jafnan var sú þess venja að vaxa í norðri þegar gola þaðan stóð, og það annars til var. 27da Nokkuð meira eftir mið- munda. 28da Mikið allan dag, sá ei Núpu- fell. 29da Með mesta móti að öllu. 30ta Eins myrkt, svo valla sá næstu bæi. 31ta Sömuleiðis hið mesta með yfrinni br[ennu]steinslykt, framan- dags einkanliga, og sólarroði nær með mesta móti. Varð og misturið því um dimmra við kveld með utan- golunni eftir téðri venju. / Septembri. lta Yfrið mistur, þó án þokublend- ings, blánaði aðeins fyrir næstu fjöll- um (valla skeiðarúmi fjær) og mik- ill sólarroði, þó ei svo frekur sem 31ta næstl. 2an Ber ei á misturi, sem og á eft- irfylgjandi dögum, inntil 7da var þó enn í minna lagi, og eins sólarroði. 8da Sömuleiðis. 9da Viðlíkt. lOda Yfrið, þó ei með mesta móti. llta í frekara lagi og loftroði mikill, einkum í vestri og norðri. 12ta Nær með mesta móti. 13da Enn nú mikið, en ber ei á roða, því loft var annars þykkt. 14da Ber ei mikið á misturi, inntil 20ta, þá misturblámi nokkur í fjöll- um, en fýla ei lítil. 21ta Sást það ei. 22n Blámi í fjöllum. Eftirfylgjandi daga mánaðarins bar ei á þessu misturi, nema hvað vottaði stundum til bláma ofarliga í fjöllum, og svo gætti þess ei, með því og að gengu fjúk og hríðviðri oftliga, inntil í OctobrL 17da Var þá að sjá mikið mistur síðdags með brennusteinsfýlulykt. Þaðan af og ei, svo orð sé um haf- anda. Inntil í Novembri. 3ja Var það þá að sönnu mikið að sjá að kveldi dags; þó sáust öll fjöll. 4ða Ei minna en í gær og með fýlulykt freklegri. 5da Nokkuð minna, en ei minni fýlulyktin. 6ta Aftur meira, með fýlu samri og loftroða nær sem llta sept. Frá þessum degi og til mánaðarins enda bar ei á þessu misturi, en oft fannst br[ennu]st[eins]fýlulyktin, þegar gola stóð af landaustri, einkum

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.