Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 41
EYFIRZK FRÁSÖGN UM MÓÐUHARÐINDIN 28da, og tíðum var gula bliku að sjá í landaustri, þegar landviðri var. / Decembri. bar og ekki á því, inntil 20ta. Sást það þá ærið í sveitinni svo sem kallað var í meðallagi í sum- ar, með mikilli lykt. Þar eftir bar ei á því mánuðinn út, og ei framvegis næstu á eftir fylgjanda ári, sízt svo neinn þá merkjanligan skaða með sér færði, hvers vegna mér sýndist ei vert að geta sér í lagi þeirra merkja þess er þá sýndu sig, heldur hefir eg getið þvílíks svo sem mér fyrir sjónir kom í þess árs veðrafarsskýringu. En hvað áhrærir skaðsemdaverk- anir þessa misturs, voru það sérdeilis þrjú höfuðáfelli á þessu sumri sem létu einkanlega til sín taka í spillingu jarðarinnar gróða, og þar af fljót- andi tjóni á peningsins gagni. Það fyrsta áfellið auglýstist þann 21. og ei síður 22n Junii. Nú missti hér gras allt yfir höfuð sinn frjóvg- unarvökva að ofanverðu og niður til fjórðungs, þriðjungs, miðs og þaðan af meira á stráunum. Hvar grasið með svoddan móti mest skemmdist, sáust miklir visnunarblettir, einkum á túnum. Nyt nam af peningi og hann gekk hungraður með óþreyju, rás og hlaupum langa vegu, eður og inn í hús og hvar eð náði til heytegundar, þótt valla væri hrossum í harðindum ætt, bruddu sauðkindur það upp sem annars málþola gjört hefðu beztu töðu. Nautpeningur sýndi og viðlík viðbrigði, hross sömuleiðis, þótt nokkuð minna á bæri en sauðnum. Þetta mistur, meðan þess geysi yfir stóð, var og ekki alls ósaknæmt mönn- unum, því margir kenndu þyngsla fyrir brjósti og sem andþröngvar nokkurrar er voru á ferð þegar það var í myrkara lagi, og sóktu á móti golunni eð það bar; sumir, og það fleiri, kvörtuðu yfir að það deyfði sjónina og settist í augu sér. Það annað áfellið 15da Julii nam þá enn nyt af peningi, með sömu kynjum og firn. Kýr og ær voru hungraðar að kveldi; þókti fólki þó sem heldur væri farin að lifna nyt fjárins síðan með Julio allt hingað til, svo fólk tók til að hressa dálítið von sína. En nú sló því niður aftur, ei síður en fyrri; fylgdu nú samslags ókjör á skepnum sem fyrr er getið, þó voru þær nú alldofnari og ldaupa- minni en fyrri, þá með fullu fjörvi voru að nýkomnu fárinu. Hið þriðja sérlega ágos þessarar ólyfjanar vottaðist 30ta Augusti og eftirfylgjandi daga, með líku afnámi nytjarhagls sem fé hafði hingað til haldið, óþreyju og hungri. Einna mest vottuðust þessar skemmdir til dala, en bar minna á þeim niður til sveita, og minna þar mýrlent var en þurrlent, einna minnst við sjávarsíðu, þótt öllum þækti ærið um. Gafst því sú raun á að hvar í sveitinni áður voru heztir fjárhagar 119

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.