Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og sauðabragð, sem var til framsveita og dala, þar höfðust sauðkindur (og annar peningur) nú hvað hörmulig- ast við. Ærnar misstu þar margar svo þrótt og styrk fóta og kropps að ei gátu borið sig, og menn komu að þeim í haganum liggjandi og í hungr- inu nagandi grasstrá kringum sig, eft- ir sem til náðu, fæturnir upp undir kné, skolturinn upp undir augu, guln- aði eður bleiknaði við á að líta, munnur og nasir sárnuðu, og vurðu snoðnar, svo skepnur þoldu þar fyr- ir ekki nauðalaust að bíta grasið, er alltíð liafði þeim tilfinnanlega snerpu á sér sem svoddan verkaði. Mjög mis- munaði þó hvað sauðkindur báru þetta af, en engi gafst sú í þessari sveit að ei léti stórum á sjást og tapaði meiru en helfingi nytjar. Nokkrir menn létu ær sínar rölta heima á tún- um og meintu að þeim þar með kynni heldur að verða lífvænligra, en það reyndist litlu nær betra en þótt í út- haga gengið hefðu. Til voru og þeir eð tóku fyrir sig að láta kýr sínar ganga á túninu fyrir sláttinn, þegar mest yfir dundi gras- skemmdin, í þeirri meiningu að halda við nokkru af nyt þeirra. En hvar kýr höfðu mýrlendishaga nokkra, tóku þær minnst að sér. Um haustið þá vitja skyldi geldfjár (af hvorju fólk átti þó harla fátt) til afrétta, og lamba, var það aumkunar- liga útlítandi. Sauðir, þótt þrevetra væru, voru ei betri til holda en mjólk- urær almennilega, og þær þó í lakara lagi. Skárust flestir með 2ur og 3ur pundum mörs, og þar í námund, en miður þeir yngri. Lömbin komu svo að ekkert fékkst fóðurtækt og flestum valla líft, án allrar döfnunar frá því er rekin voru á afrétt, velflest hálsmjó og fannst gjörla hvert liðamót svíra- beinsins, snoðin nær sem rakkar al- mennilega eru. Hryggjarliðirnir stóðu upp sem á horföllnu fé á vor- dag, fætur snoðnir og sárir neðan, sem og munnurinn og nokkurs lags beinþroti um klaufirnar á sumum að finna; kviðurinn sérlega uppblásinn og þaninn. Þau skástu tóku þó nokkr- ir menn af lömbum sínum, en allfæst, og ætluðu til fóðrunar, brögguðust og þvílík lömb heldur en ei, þá af fjalli komu ofan í sveitina, en af þess- um hrikti stöku lamb af til vortíma hjá þeim gömul og góð hey áttu. Mest gekk á af þessari plágu sem fyrr er mælt til dala, afrétta og fram- byggða, hvar fyrir og það fólk er þar bjó, þótt áður lifði vel bjargvænliga, eftir þessarar sveitar venju (því um aðrar sveitir tala eg hér ekki, sem sumar viðlíka, fæstar meira en Eyja- fjörður, aðrar langtum minna, kenndu á þessari hörmung) komst eftir á í stærstu nauðir, og lögðu sum- ir lífið á ofan, — að eg ei tali um þá er áður vesælir voru og með naum- indum löfðu við búhokur, sem þó var fjöldi fólks hvorju undangerigin harðindi ofan á þann eyðileggjandi 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.