Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Síða 45
F.YFIRZK FRASOGN UM M OÐ U H ARÐINDIN
allmörgum hér innan sveitar að því-
likar voru 1 og 2 á bæ, óvíða fleiri í
senn, og gjörði slíkt fólki ei alllítið
tjón og mæðu. Fæstar kýr drápust
úr svoddan tilfelli, heldur hjörnuðu
við aftur eftir langan tíma, og sumar
áttu í því fullan fjórðung árs. En fólk,
í verandi ofurkýreklu, þreytti við að
bjarga þeim og hagræða hvað kunni,
því mesta lífsraun var í því ásigkomu.
lagi að missa kýr.
Fyrrtéðan vetur, 1784, hrundu og
hross niður firnum, bæði harðendum
veðurs og jarðbanna, hvar til og eitt
hið mesta gjörði undanfarin ólyfjan
af misturinu, því fyrst voru flest hross
undan sumrinu 1783 um haustið svo
útgjörð að holdum,einkum unghryssi,
að þvílík hefðu þótt í almennu árferði
að vortíma illa haldin, síðan um vet-
urinn drápust þau niður, ekki einasta
úti í haganum, heldur og, þeim menn
reyndu til að hjúkra sem kúnum, sum
með lífvænlegum holdum að finna,
en gagnfirrt öllum kröftum og líka
sem öll uppstirðnuð væru, komust og
ei úr stað sum, þótt uppistaðið gætu
nokkra hríð. En þegar út af féllu,
tjáði ei að freista til bjargráða við
þau framar þótt til væri reynt.
Nú í haust 1785 og fram eftir önd-
verðum þessum vetri örlaði enn á
þeim tilfellum á sauðkindunum er að
líkindum voru leifar eður menjar of-
angetinnar óáranar; var það tanna
eður helzt jaxlaofvöxtur, svo skepn-
ur komu ei saman munninum og gátu
ekki tekið fóðrið, því sá eini (eður
tveir) ofvaxtarjaxl fyrirmunaði
hrúkun hinna náttúrligu. Heyrða eg
getið að nokkrir hefðu lagt frá þær
sauðkindur sínar er þannig vurðu á
sig komnar, svo sem alls óviðhjálpan-
legar. En aðrir tóku það til bragðs að
klípa af eður brjóta með töng ofhæð-
ina af þess háttar jöxlum, og vann sú
aðferð að minni vitund fulla þörf, svo
þessar sauðkindur þóktu jafngóðar
þar eftir.
Fleira kann eg ekki um þetta efni
hér fram að færa, því þótt mér hafi til
eyrna borizt ýmisligar frásagnir ein-
stöku manns um annarlig tilfelli á
kindum sínum, nær fleiri hafa ekki
upplokið sama munni um þvílíkt, svo
með faraldri teljast mætti, hefi eg
ekki viljað það hér tína, þar ósýnt
þókti hvort svoddan hafi meir verið
að kenna óáraninni, þótt þeir hafi
viljað láta svo heita, heldur en misgá
þeirra eður kannske fákænsku í með'
höndlan skepnanna.
123