Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Blaðsíða 53
ERLEND TXMARIT liggi í Joftinu, að fulltrúar þessa valds líti á kostnaðinn við lýðræðisstjórnarfarið sem bráðabirgðaútgjöld er brátt verði hægt að afnema. „Það er verkefni stjórnmálamanna að taka ákvarðanir um markmið og leiðir í fó- lagsmálum. Þetta veldur því, að fjármála- pólitíkin verður dálítið fúlmkennd. En við það verðum við að sætta okkur í lýðræðis- þjóðfélagi ...“ Þannig komst einn hinna kaldvitru að orði í Aftenposten. Fyrir rúmum tíu árum hitti ég að máli einn af fulltrúum þessa alþjóðlega fjármála- valds. Forstjóri iðnfyrirtækis nokkurs hafði boðið mér að snæða með sér miðdegisverð í einu af veitingahúsum Kaupmannahafnar. Mér var kunnugt um að þetta iðnfyrirtæki var einungis ein hjáleigan af mörgum, sem allar lutu valdboði öflugs móðurfyrirtækis er bar heimsþekkt nafn. Eins og hann sagði, forstjóri „dvergíyrirtækisins": Við og hin systurfélögin lifum í rauninni á því að raka hvert annað. Fyrirtækið sem hann stýrði hafði verið stofnað til þess eins að Iialda í vinnuaflið seinustu hernámsárin. Það var nauðsynlegt að stóru móðurfélögin legðu sitt af mörkum til að allt kæmist í trygga höfn þegar hinni almennu herskyldu lyki. Nú átti að leggja fyrirtækið niður og taka upp stórbrotnari og hagkvæmari fram- leiðsluhætti, hefja m. a. framleiðslu á flug- vélahlutum og öðru sem að gagni mátti koma fyrir vígbúnaðinn, sem nú var hafinn í vestri. Þegar gengið var til borðs kom á daginn að forstjóri móðurfélagsins var einnig við- staddur. Hann reyndist vera óvenjulega geð- felldur maður. Hreinn og beinn. Einn hinna kaldvitru. Um þetta leyti fóru fram samningaum- leitanir í París um væntanlega afvopnun og bætta sambúð austurs og vesturs. Forstjór- inn vék strax að þessu tímabæra efni: „Ef þeir semja um afvopnun og bætta sambúð verður Danmörk orðin kommúnist- isk áður en fimm ár eru liðin. Bezt væri að hefja styrjöldina eins fljótt og kostur er. Það er ekki hægt að gera langdrægar áætl- anir um stóriðnað, nema að maður viti upp á hár hvernig stjórnmálaástandið verður í framtíðinni. Það er orðið úrelt að láta þingið ráða stjórnarstefnunni. Er aðeins dragbítur á hinni efnahagslegu þenslu." Ilann setti fram skoðanir sínar af festu og sannfæringarkrafti. Ég andmælti því að fjármálamönnum yrði fengið í hendur stjórnmálalegt vald. Við höfðum reynslu af því á hernámsárunum og auk þess vituin við hvaða pólitísk lögmál þeir láta gilda í al- þjóðaviðskiptum. „En við höfum þó úrslitavaldið, þegar öllu er á botninn hvolft." Hann horfði á mig með þóttafullum hæðnissvip. „Er það kannski Iiedtoft, sem í reyndinni markar danska fjármálastefnu? Eða erum við þeir, sem ráða fjármagninu? Hans Hedtoft spriklar þegar við kippum í spoti- ann. llann talar um lýðræði og pólitísk stefnumið í þinginu, það er rétt ... og það er kannski nauðsynlegt. En er þetta ekki í rauninni yfirdrepsskapur? Bæði við og Hans Hedtoft vitum fullvel að það erum í raun og sannleika við — fjármálamennirnir — sem ráðum öllu sem einhverja þýðingu hefur í danskri efnahagspólitík. Ilversvegna þá að fara þessa krókaleið um pólitískt brúðuleikhús? Ekki tekst þeim heldur vel að stjórna. Það er verst af öllu. Stjórnmála- refskákin tefur aðeins fyrir réttri skipu- lagningu efnahagslífsins." Hann veitti því athygli að ég gat ekki fellt mig við hinar þóttafullu skoðanir hans á lýðræðislegum stjórnaraðferðum. „Tja, ég veit ekki hvernig ástandið er i Noregi. Ef til vill er Gerhardsen ykkar og hans fólk eitthvað skárri en sósíaldemókrat- arnir hjá okkur. Lange er að vísu maðtir að 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.