Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 62
Umsagnir um bækur Jón Krabbe: Fró Hafnarstjórn til lýðveldis. Reykjavík 1959. essi ágæta bók var októberbók Almenna bókafélagsins á síðastliðnu ári. Pétur Benediktsson snéri henni á íslenzku og sá um útgáfuna og befur leyst það verk prýði- lega af hendi, því að maður hnýtur tæpast um prentvillu, og dönskuslettur tæpast kvið- fylli fyrir þá, sem vandlátastir eru um hrein- leik íslenzkrar tungu. Ilöfundur segir í formála, að „blöðunum hér á eftir er hvorki ætlað að vera sjálfs- ævisaga né tilraun til sagnaritunar." Þetta er rétt að því leyti, að höfundur segir sára- lítið frá einkalífi sínu. Efni bókarinnar fjallar allt um störf lians í þágu Islands frá því fyrir aldamót og fram yfir miðja þessa öld. Hitt er of mikið lítillæti, að bókin liafi ekki sagnfræðilegt gildi. Mér er nær að halda, að margar bækur, sein taldar hafa verið sagnfræðirit, verðskuldi það miklu síður en þessi bók. Frásögn Krabbe er hógvær og dómar hans um menn og málefni einkennast af gætni og gjörhygli. Ilann reynir hvergi að berja í brestina né bera á vini sína óverðskuldað lof. Hann segir frá takmörkunum þeirra engu síður en kostum, en alltaf með sama látleysi og öfgaleysi. Hann mun jafnan hafa leitazt við að hafa það, sem réttara reynist, og það hefur frá upphafi íslenzkrar sagna- ritunar verið hennar æðsta boðorð. Jón Krabbe var fæddur 5. janúar 1874, sama daginn og fyrsta stjórnarskrá íslands leit dagsins Ijós. Þeir, sem héldu sveininum undir skírn, voru Jón Guðmundsson og Jón Sigurðsson, en hann skyldi bera nafn þeirra beggja. Jón Krabbe hefur ekki brugðizt þeirri skyldu, sem nafn og ætt lögðu honum á herðar. Ævistarf hans hefur miðað að því að vinna að gagnkvæmri vináttu íslands og Danmerkur á grundvelii jafnréttis og skiln- ings á þörfum og óskum beggja landanna. I æsku sinni kynntist hann mörgiim ís- lendingum og á heimili foreldra hans var bæði töluð danska og íslenzka. Störf Jóns Krabbe í þágu íslands hófust með því, að hann varð aðstoðarmaður í ís- lenzku stjómardeildinni 1899. I því starfi kynntist hann málefnum íslendinga og með- ferð þeirra af eigin raun. Síðan breytist starfssviðið. íslendingar fengu heimastjórn og urðu síðan fullvalda ríki o. s. frv., enda segir Krabbe í bókarlok, er hann lítur yfir farinn veg — „á þessum árum hefi ég lif- að fjögur gerólík tímabil í sögu landsins: aldanska stjórn til 1903, heimastjórn til 1918, eigin ríkisstjórn í sambandi við Dan- mörku til 1944, og síðan fulla stjórn á mál- efnum landsins sem norræns ríkis.“ Jón Krabbe hefur kynnzt mörgum mann- inum á lífsleiðinni. Hann kom fáeinum sinnum til íslands, þegar á unga aldri, og ferðaðist þá um landið. IJann þekkti því nokkuð til lands og þjóðar. Hafði m. a. kynni af þingeysknm bændum, sem hann x 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.