Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Blaðsíða 65
UMSACNIIÍ UM UÆKUR l'elta er upphaf eins kaflans í II. bindi Islenzks mannlíjs eítir Jón Helgason. I'essi Jjáttur heitir Landsskidd aj Langa• valnsdal og verður áreiðanlega flestum einn af minnisstæðustu köflum bókarinnar; en því lief ég þessa tilvitnun svo langa, að hún er nokkuð tákngóð fyrir rithátt Jóns og efnismeðferð. Maður gæti haldið, að þessar tilfærðu setningar væru úr skáldriti góðs nútímahöfundar. Lesandanum er þegar opnað vítt svið. Aðalsöguhetjurnar koma strax fram, okkur grunar undir eins stöðu þeirra og stétt: „kona, sem ríður á þófa“, „poltur þar sem glóðarkögglar eru faldir í ösku“. Þessar fáorðu lýsingar tjá okkur strax, að hér er ekki nútímafólk á ferð. En við þurfum ekki lengi að lesa til þess að verða þess vísari, að höfundur er fremur fræðimaður en skáld, þótt að nokkru leyti fari þetta saman. Oft hef ég séð því haldið fram, að þeir menn séu líklegastir til af- reka í sagnfræði, sem eigi jafnhliða vísinda- legri natni hugmyndaflug skáldsins, eru þá tveir ísl. fræðimenn núlifandi tilnefndir í því sambandi. Um haldgæði þessarar kenn- ingar tel ég mig ekki færan að dæma, en liæpið hygg ég að trúa á hana sem algilda reglu — og miklar hættur eru á vegi þess fræðimanns, sem jafnframt er skáld. Jón llelgason lítur ekki á sig svo stórum augum, að hann telji sig sameina þessa kosti í óvenjulegum mæli. Verk hans eru hvorki skáldskapur né vísindaleg fræðirit. Tak- mark hans virðist mér fyrst og fremst vera það, að segja góða sögu nieð skemmtilegum hætti, fara ekki með staðlausa stafi, en lyfta þó undir hugmyndaflug lesandans. Þetta hygg ég líka að fullyrða megi, að honum takist ágætlega í þessari bók. Það yrði nokkuð rúmfrekt, ef rekja ætti, þótt aðeins í stórum dráttum væri, efni þessarar bókar, enda hygg ég það óþarft, þar eð hún er í svo margra manna höndum. Ég mun því aðeins minnast á nokkur atriði. Fyrsti þátturinn fjallar um ástamál Gísla Brynjólfssonar skálds og Ástríðar Thorder- sen, dóttur Helga Thordersens síðar bisk- ups. Hér koma þó ekki öll kurl til grafar, síðar munu vísindamenn og skáld varpa á þessa undarlegu sögu enn skýrara ljósi, en gott er þetta, það sem það nær. I sögum eins og Upsa-Gunna, Barnslivarj- ið á írafelli, Kjajtshögg og heiðursmerki og ekki sízt í Landsskuld aj Langavatnsdal — sem er þó fyrir margra hluta sakir einn mcrkasti þáltur bókarinnar, fe'lur höfundur í þá fræðimannlegu freistni að halda til haga í frásögninni of miklu af þeim fróð- leik, sem hann hefur að sér dregið. Sögu- þráðurinn er hvað eftir annað sundurslitinn til þess að koma að ýmsu, sem fremur á rétt á sér sem fylgiskjöl en sem beinn þáttur í frásögninni, og er ekki þörf á vegna sjálfrar sögunnar. Aftur á móti nýtur þessi sparða- tíningur sín ágætlega í þætti eins og Bínejni í Skagajirði. Það er prýðisgóð aldarfars- lýsing, það sem hún nær. Sama hlutverki gegnir Hjúskaparstríð gamla prestsins, en er svo um leið átakanleg saga. Uppreisn Pélurs í Breiðuvík og Sagan af Jóni Franz eru ágætar frásagnir, sama er að segja um liugvitsmaðurinn úr Geitareyjum. Bókin er 218 síður í stóru broti, pappír cr mjög góður, myndir eftir l lalldór Péturs- son eru til prýði. Jón úr Vör, William Heinesen: I töfrabirtu Ifannes Sigfússon íslenzkaði. lleimskringla 1959. Islendincar hafa að sjálfsögðu haft all- mikil kynni um langan aldur af nánustu frændum sínum og grönnum, færeyingum. Undanfarin ár hafa þessi kynni aukizt mjög, eins og allir vita, því að færeyingar 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.