Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Page 66
TIMARIT MALS OG MENNINGAU liafa blátt áfram komið í veg fyrir að' helztu lífsbjargartæki okkar stöðvuðust, fyllt jafn- óð'um skarð þeirra manna, sem kusu heldur að setjast að rjúkandi kjötkötlum hjá er- lendum her á ættjörð sinni en draga fisk úr djúpi í misjöfnum veðrum. Þrátt fyrir forn og ný samskifti í atvinnumálum, verður þó að játa að íslendingar, sem dá stórveldi sér til heilsutjóns, hafa löngum verið furðulega tómlátir um færeyska sögu, menningu og sjálfstæðisbaráttu, viðhorf þeirra til frænda sinna jafnvel mótazt á stundum af hvim- leið'u steigurlæti smáþjóðar við aðra enn smærri. Með'an Aðalsteins heitins Sigmundssonar kennara naut við, áttu færeyingar hauk í horni á Islandi. Aðalsteinn tók ástfóstri við þessa frændur okkar og kappkostaði að efla við þá menningarleg kynni, ferðaðist til þeirra með nemendur sína og beitti sér fyr- ir samskonar ferðum þeirra hingað, ritaði margt vel og drengilega um þá og land þeirra, sneri verkum þriggja öndvegishöf- unda þeirra á íslenzku, skáldsögum eftir Jörgen-Frantz Jacobsen, William Heinesen og Heðin Brú. Skömmu áður en Aðalsteinn féll frá vorið 1943, hafði hann ennfremur lokið við að íslenzka gagnmerka bók um Færeyjar eftir Jörgen-Frantz Jacobsen. Það er undravert, og raunar kraftaverki líkast, hvað færeyingar hafa eignazt mörg góðskáld og jafnvel snillinga á fyrri hluta þessarar aldar, en víðfrægastur þeirra nú er William Heinesen. Hann stendur á sex- tugu, á fjögra áratuga ritferil að baki og semur verk sín á dönsku, eins og ýmsir höf- undar okkar hafa einnig neyðzt til að gera allt að þessu. Þrjár bækur hans ent áður kunnar íslenzknm lesendum, skáldsögurnar Nóatún, Ketillinn og Slagur vindhörpunn- ar, en nú bætist við f jórða bókin, smásagna- safnið I töjrabirtu, sem kom út 1957 og hlaut svo góðar viðtökur á Norðurlöndum, að sumir nafnkunnir ritdómarar töldu að höfundurinn ætti skilið að fá Nóbelsverð- laun fyrir það eitt. Eg læt ósagt hvort þeir hafi tekið of djúpt í árinni, en hitt skal ját- að, að mér hefðu þótt slík ummæli eðlilegri um Slag vindhörpunnar. William IJeinesen er maður gagnmennt- aður, í senn rammur færeyingur og fjöl- vís heimsborgari, verk hans mörg í bundnu máli og lausu geyma ógleymanlegar mann- lífsmyndir úr færeyskri byggð, slungnar al- gildum og áleitum táknum. Svo sem vænta mátti eru þessar smásögur hans bæði kjarn- miklar og traustlega samdar, enda þótt höf- undurinn beiti óvíða nýstárlegum aðferðum og kæri sig kollóttan um tízkulögmál. Að öllu samanlögðu bygg ég að „Grýlan" beri gleggst vitni um afl og snilli þessa stór- skálds, en ýmsir mundu þó benda um leið á „Himinninn brosir" ellegar „Stormnótt", ágætar sögur, sem báðar leyna á sér og reynast margræðar, þegar að er gætt. List- rænar og hugnæmar eru sögurnar „1 töfra- birtu“ og „Vængjað myrkur“, svo og dæmi- “Sagan af skáldinu Lín Pe og tömdu trön- unni hans“. Aftur á móti fæ ég ekki betur séð en hin dæmisagan í bókinni, „Tartar- os“, missi marks vegna ofhlæðis. í „Djöfla- klónni“ og „Vargavetri" er fjallað á rösk- legan liátt um margþvælt efni, að vísu jafn tímabært í dag eins og í gær, en hvorug þeirra hefur orðið mér sérlega minnisstæð. William Heinesen ritar danska tungu af mikilli íþrótt, orðfæri hans er útsmogið og linitmiðað, kímni hans og glettni einatt á gægjunt bak við setningarnar. Þýðing IJannesar Sigfússonar skálds hefur mjög margt til síns ágætis. Hún er fjörleg og yfir- leitt á þróttmiklu og snotru máli, svo að varla örlar á lögboðnum dönskublendingi. Því er þó ekki að leyna, að mér þykir nokk- uð á skorta um fyllstu nákvæmni þýðanda, eftir að hafa borið verk hans saman við frumtextann. Ó.J. S. 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.