Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Qupperneq 66
TIMARIT MALS OG MENNINGAU liafa blátt áfram komið í veg fyrir að' helztu lífsbjargartæki okkar stöðvuðust, fyllt jafn- óð'um skarð þeirra manna, sem kusu heldur að setjast að rjúkandi kjötkötlum hjá er- lendum her á ættjörð sinni en draga fisk úr djúpi í misjöfnum veðrum. Þrátt fyrir forn og ný samskifti í atvinnumálum, verður þó að játa að íslendingar, sem dá stórveldi sér til heilsutjóns, hafa löngum verið furðulega tómlátir um færeyska sögu, menningu og sjálfstæðisbaráttu, viðhorf þeirra til frænda sinna jafnvel mótazt á stundum af hvim- leið'u steigurlæti smáþjóðar við aðra enn smærri. Með'an Aðalsteins heitins Sigmundssonar kennara naut við, áttu færeyingar hauk í horni á Islandi. Aðalsteinn tók ástfóstri við þessa frændur okkar og kappkostaði að efla við þá menningarleg kynni, ferðaðist til þeirra með nemendur sína og beitti sér fyr- ir samskonar ferðum þeirra hingað, ritaði margt vel og drengilega um þá og land þeirra, sneri verkum þriggja öndvegishöf- unda þeirra á íslenzku, skáldsögum eftir Jörgen-Frantz Jacobsen, William Heinesen og Heðin Brú. Skömmu áður en Aðalsteinn féll frá vorið 1943, hafði hann ennfremur lokið við að íslenzka gagnmerka bók um Færeyjar eftir Jörgen-Frantz Jacobsen. Það er undravert, og raunar kraftaverki líkast, hvað færeyingar hafa eignazt mörg góðskáld og jafnvel snillinga á fyrri hluta þessarar aldar, en víðfrægastur þeirra nú er William Heinesen. Hann stendur á sex- tugu, á fjögra áratuga ritferil að baki og semur verk sín á dönsku, eins og ýmsir höf- undar okkar hafa einnig neyðzt til að gera allt að þessu. Þrjár bækur hans ent áður kunnar íslenzknm lesendum, skáldsögurnar Nóatún, Ketillinn og Slagur vindhörpunn- ar, en nú bætist við f jórða bókin, smásagna- safnið I töjrabirtu, sem kom út 1957 og hlaut svo góðar viðtökur á Norðurlöndum, að sumir nafnkunnir ritdómarar töldu að höfundurinn ætti skilið að fá Nóbelsverð- laun fyrir það eitt. Eg læt ósagt hvort þeir hafi tekið of djúpt í árinni, en hitt skal ját- að, að mér hefðu þótt slík ummæli eðlilegri um Slag vindhörpunnar. William IJeinesen er maður gagnmennt- aður, í senn rammur færeyingur og fjöl- vís heimsborgari, verk hans mörg í bundnu máli og lausu geyma ógleymanlegar mann- lífsmyndir úr færeyskri byggð, slungnar al- gildum og áleitum táknum. Svo sem vænta mátti eru þessar smásögur hans bæði kjarn- miklar og traustlega samdar, enda þótt höf- undurinn beiti óvíða nýstárlegum aðferðum og kæri sig kollóttan um tízkulögmál. Að öllu samanlögðu bygg ég að „Grýlan" beri gleggst vitni um afl og snilli þessa stór- skálds, en ýmsir mundu þó benda um leið á „Himinninn brosir" ellegar „Stormnótt", ágætar sögur, sem báðar leyna á sér og reynast margræðar, þegar að er gætt. List- rænar og hugnæmar eru sögurnar „1 töfra- birtu“ og „Vængjað myrkur“, svo og dæmi- “Sagan af skáldinu Lín Pe og tömdu trön- unni hans“. Aftur á móti fæ ég ekki betur séð en hin dæmisagan í bókinni, „Tartar- os“, missi marks vegna ofhlæðis. í „Djöfla- klónni“ og „Vargavetri" er fjallað á rösk- legan liátt um margþvælt efni, að vísu jafn tímabært í dag eins og í gær, en hvorug þeirra hefur orðið mér sérlega minnisstæð. William Heinesen ritar danska tungu af mikilli íþrótt, orðfæri hans er útsmogið og linitmiðað, kímni hans og glettni einatt á gægjunt bak við setningarnar. Þýðing IJannesar Sigfússonar skálds hefur mjög margt til síns ágætis. Hún er fjörleg og yfir- leitt á þróttmiklu og snotru máli, svo að varla örlar á lögboðnum dönskublendingi. Því er þó ekki að leyna, að mér þykir nokk- uð á skorta um fyllstu nákvæmni þýðanda, eftir að hafa borið verk hans saman við frumtextann. Ó.J. S. 144
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.