Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Að lokum fór hann að lesa Marx og gerðist marxisti. Þau kynni höfðu úr- slitaáhrif á þróun hans; án þeirra eru seinni verk hans óhugsanleg — bæði að því er varðar þjóðfélagslegt og pólitískt inntak þeirra og díalektíska hugsun og framsetningu. Díalektíkin — „það fyndna við hlutina“ kallaði Brecht hana — leggur áherzlu á að skoða hluti og fyrirbæri ekki einangr- uð heldur í samhengi og víxláhrifum þeirra, lítur ekki á neitt sem eilíft eða endanlegt heldur þvert á móti for- gengilegt — m. ö. o. í sífelldri breyt- ingu og þróun — og leitar orsaka breytinganna fyrst og fremst í innri mótsögnum hlutanna, sem hafa allt að því skoplega tilhneigingu til að geta af sér andstæður sínar: díalektíkin hafði sem sagt afskaplega frjóvgandi áhrif á hugsun hans og list. í öðru lagi gerði Brecht þá upp- götvun í sambandi við þetta leikrit, eins og samstarfskona hans Elísabet Hauptmann skrifaði í dagbók sína 1926, að hið hefðbundna leikrits- form var ekki til þess fallið að lýsa ýmsum fyrirbærum nútímans, t. d. dreifingu hveitiuppskeru heimsins eða yfir höfuð æviferli nútímamanna, „„þessir hlutir“, segir Brecht, „eru ekki dramatískir í venjulegum skiln- ingi, og þegar þeir eru „umortir“, þá eru þeir ekki lengur sannir, ... og þegar við sjáum að heimur samtím- ans hæfir ekki lengur leikritsforminu, þá hæfir leikritsformið ekki lengur samtímanum.“ Meðan á þessum und- irbúningi stóð myndaði Brecht kenn- ingu sína um „epíska leikhúsið“.“ Epíska leikhúsið: það er það nafn sem oftast er notað um leikhús Brechts. I því hugtaki felst afar margt, og hér er að sjálfsögðu enginn kostur þess að gera því nein viðhlít- andi skil. Ég vildi aðeins drepa á fá- ein atriði og vísa að öðru leyti til Kleines Organon, sem birt er hér á eftir. Það er skrifað 1948 og dregur saman meginatriðin í kenningum Brechts. Um byggingu leikritsins. í stað hins hefðbundna, „vel byggða“, 3ja eða 5 þátta leikrits, sem er flutt með stígandi spennu og rís í fulla hæð undir lokin, kemur röð af mislöngum, misjafnlega nátengdum atriðum (sem stundum geta verið svo sjálfstæð að nálgast einþáttunga). Augljóst er að hinu „dramatíska“ leikriti eru ströng takmörk sett í túlkun sinni á veru- leikanum. Það er byggt umhverfis ákveðin átök og getur aðeins sýnt orðaskipti og athafnir þeirra persóna sem þar koma beint við sögu. Epíska leikhúsið sýnir hins vegar þessi átök í víðara samhengi, og þessi aukni sjónhringur gefur fyllri mynd af heildarveruleikanum, gerir kleift að fella réttari dóm um orð og gerðir leikpersónanna. í dramatíska leikrit- inu sjáum við hin ytri þjóðfélagsöfl aðeins í viðbrögðum leikpersónanna, í gegnum þeirra gleraugu. Brecht vill 116
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.