Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
virðuleik; hún þarfnast ekki annarra skijríkja en gleðinnar, hennar að sjálf-
sögðu skilyrðislaust. Maður gæti með engu móti hafið hana til hærri vegs, þó
hann t. d. gerði hana að siðgæðismarkaði; það yrði þá brátt að gá að því,
hvort hún hefði ekki einmitt verið niðurlægð, en það mundi þegar í stað verða,
ef hún gerði ekki hið siðferðilega ánægjulegt, og meira að segja ánægjulegt
fyrir skynfærin — en á því getur hið siðferðilega vissuleg aðeins grætt. Ekki
skyldi þess einusinni vænzt af henni, að hún kenni neitt, að minnsta kosti ekk-
ert nytsamlegra en það, hvernig maður hreyfir sig vellystilega, í líkamlegu
eða andlegu tilliti. Leiklistin verður nefnilega helzt að vera eitthvað fyllilega
óþarft, sem merkir þá vitaskuld, að við lifum fyrir það, sem er óþarft. Síður
en allt annað þarfnast skemmtanir varnar.
4 Það, sem þeir gömlu að sögn Aristótelesar láta harmleiki sína gera, verð-
ur því ekki kallað neinu æðra eða óæðra nafni en að skemmta fólki. Þegar
maður segir, að leiklistin sé sprbttin af guðsdýrkuninni, þá segir maður
aðeins, að hún hafi orðið leiklist við að yfirgefa hana; frá helgileikunum tók
hún ekki heldur guðstrúna með sér, heldur skemmtunina af henni, hreint og
beint. Og þessi katharsis, sem Aristóteles talar um, hreinsunin í ótta og með-
aumkun eða af ótta og meðaumkun, er þvottur af því tagi, sem ekki var aðeins
stofnað til á ánægjulegan hátt, heldur beinlínis í skemmtunarskyni. Með því
að krefjast meira af leiklistinni eða gera henni meira á fæturna, setur maður
aðeins hennar eigið markmið of lágt.
5 Jafnvel þegar maður talar um æðri og óæðri tegundir skemmtana, lætur
listin sér hvergi bregða, því hún óskar eftir að fara hátt og lágt og vera látin
í friði, ef hún aðeins skemmtir fólki með því.
6 Aftur á móti eru til innan leiklistarinnar veikar (einfaldar) og kraftmikl-
ar (samseltar) skemmtanir. Þær síðarnefndu, sem við höfum kynni af í hin-
um tiginborna leikritaskáldskap, ná fyllingunni eitthvað ámóta og hvílubrögð-
in í ástinni; þær eru fjölbreyttari, frjósamari i boðskap sínum, auðugri að
andstæðum og árangursríkari.
7 Og skemmtanir ólíkra tíma voru eðlilega ólíkar, alveg eftir þvi, hvernig
menn lifðu þá og þá saman. Demos paðreimsins í Hellas, er harðstjórar réðu
fyrir, varð að skemmta öðruvísi en lénshirð Lúðvíks fjórtánda. Leiklistin varð
að koma með aðrar eftirmyndir af samlífi mannanna, ekki einungis eftir-
myndir af annarskonar mannlífi, heldur og eftirmyndir annarrar tegundar.
126