Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 41
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA 37 Látum við persónur okkar á leiksviðinu ganga fyrir þjóðfélagslegum hreyfiöflum, breytilegum eftir hverju tímabili, þá torveldum við áhorfanda okkar að lifa sig inn í atburðina. Honum getur ekki fundizt einfaldlega: svona mundi ég líka haga mér, heldur getur hann í hæsta máta sagt: ef ég hefði lifað við þvílíkar kringumstæður; og þegar við leikum leikrit frá okkar eigin tíma eins og söguleg leikrit, geta kringumstæður, sem áhorfandinn býr við, komið honum sömuleiðis fyrir sjónir á sérstakan hátt, og þetta er upphaf gagnrýn- innar. 38 Hin „sögulegu skilyrði11 má maður auðvitað ekki hugsa sér (né verða þau mynduð) sem myrk máttarvöld (bakgrunnur), heldur eru þau sköpuð og borin uppi af mönnum (og mun verða breytt af þeim): einmitt það, sem menn aðhafast hér og nú, myndar þau. 39 Þegar nú persóna talar sögulega, gefur svar eftir tímabilinu og mundi svara öðruvísi á öðrum tímabilum, er hún þá ekki „hver sem vera skal“? Já, eftir tímaskeiðinu eða stéttinni mun hver og einn gefa hér mismunandi svör; lifði hann á öðrum tíma, eða hefði ekki lifað svona lengi eða skuggamegin í lífinu, þá hefði hann tvímælalaust svarað öðruvísi, en hinsvegar alveg jafn eindregið eins og hver og einn mundi svara við þær aðstæður á þessum tíma: ber manni þá ekki að spyrja, hvort ekki verði fundinn frekari munur á svör- unum? Hvar er sjálfur hinn lifandi maður, sem er hann og enginn annar, nefnilega sá, sem ekki er alveg eins og neinir hans líkar? Það er bert, að eftir- myndin verður að leiða hann í ljós, og það mun gerast með því, að þessi mót- sögn er innifalin í myndinni. Hin sögulega eftirmynd mun hafa nokkum svip af rissmyndum þeim, sem sýna ennþá merki um aðrar hreyfingar og drætti í kringum endanlegu myndina. Eða hugsum okkur mann, sem heldur ræðu í dal, og skiptir öðru hverju um skoðun og segir einungis setningar, sem eru í mótsögn hver við aðra, svo að bergmálið, með sínu tali, annast samprófun setninganna. 40 Slíkar eftirmyndir krefjast að sjálfsögðu leikháttar, sem leyfir anda skoðandans að vera frjálsum og óháðum. Hann þarf að geta, svo að segja í miðju kafi, klippt verk okkar í sundur og sett það öðruvísi saman, um leið og hann tekur í huganum hreyfiöfl þj óðfélagsins úr sambandi eða setur önnur í þeirra stað; en við þessar aðgerðir fær hegðun á þessari stundu eitthvað „ónáttúrlegt“ við sig, en hreyfiöflin á þessari stundu missa að sínu leyti nátt- úrleika sinn og verða meðfærileg. 135
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.