Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 47
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA er klofiÖ í stríðandi stéttir. Því merkir það að vera „hlutlaus“ í listum aðeins aðtilheyra „stjórnar“-flokknum. 56 Þannig er val sjónarhólsins annar aðalþáttur leiklistarinnar, og hann verður að vera valinn utan leikhússins. Eins og umsköpun náttúrunnar er frels- andi athöfn, þannig er umsköpun þjóðfélagsins það líka, og það er gleðin yfir frelsinu, sem leiklistin ætti að miðla okkur á öld vísindanna. 57 Við skulum halda áfram með því að rannsaka, hvernig t. d. leikarinn á að lesa hlutverk sitt frá þessum sjónarhóli séð. í því sambandi er mikilvægt, að hann „skilj i“ ekki of fljótt. Endaþótt hann vilji þegar í stað finna eðlileg- ustu hrynjandi textans, á hvaða hátt þægilegast er að flytja hann, þá skal hann ekki líla á sjálfa framsögnina sem þá eðlilegustu, heldur hika nú við og draga fram í dagsljósið sínar eigin, almennu skoðanir, taka aðrar hugsanlegar fram- sagnir til íhugunar, í stuttu máli, viðhafa afstöðu manns, sem lætur undrast. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt, til að hann felli ekki tiltekna persónu of snemma í ákveðin mót — nefnilega áður en hann hefur tekið upp allar fram- sagnir og síðast en ekki sízt framsagnir annarra persóna — og verði svo að troða einhverjum býsnum inn í þessi mót, heldur líka — og sérstaklega — til að koma hinu svokallaða „ekki-heldur“ („das Nicht-Sondern“) fyrir í per- sónubyggingunni. Á þessu „ekki-heldur“ veltur mikið, hvort áhorfendurnir, sem eru umbjóðendur þj óðfélagsins, eiga að geta skilið og skoðað það, sem fram fer, á þann veg, að þeir geti haft áhrif á það. Sérhver leikari verður einnig — í stað þess að taka aðeins til sín það, sem hentar honum, eins og það sé „hið sannmannlega“ — að sækjast aðallega eftir því, sem ekki hentar honum, hinu sérstaka. Og ásamt textanum verður hann að leggja á minnið þessi fyrstu viðbrögð sín, fyrirvarana, sem hann gerir, athugasemdirnar, undr- unarefnin, svo að þau falli ekki fyrir ofurborð í fullnaðarmyndinni með því að „ganga upp“, heldur varðveitist og verði sýnileg; því persónan og allt, sem fram fer, á frekar að koma áhorfendum á óvart, heldur en að seitla inn í þá. 58 Leikarinn þarf að læra hlutverk sitt samtímis öðrum leikurum, mótun persónu hans þarf að vera samstíga starfi annarra leikara við mótun þeirra persóna. Því minnsta eining þjóðfélagsins er ekki maðurinn, heldur tveir menn. í lífinu mótum við líka hvert annað gagnkvæmt. 59 Hér getum við lært nokkuð af þeim ósið, er viðgengst í leikhúsum okkar, að hinn drottnandi leikari, stjaman, sýnir „yfirburði“ sína einnig með því að láta alla aðra leikara þjóna sér: hann gerir hlutverk sitt óttalegt eða spaklegt, 141
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.