Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 47
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA
er klofiÖ í stríðandi stéttir. Því merkir það að vera „hlutlaus“ í listum aðeins
aðtilheyra „stjórnar“-flokknum.
56 Þannig er val sjónarhólsins annar aðalþáttur leiklistarinnar, og hann
verður að vera valinn utan leikhússins. Eins og umsköpun náttúrunnar er frels-
andi athöfn, þannig er umsköpun þjóðfélagsins það líka, og það er gleðin yfir
frelsinu, sem leiklistin ætti að miðla okkur á öld vísindanna.
57 Við skulum halda áfram með því að rannsaka, hvernig t. d. leikarinn á
að lesa hlutverk sitt frá þessum sjónarhóli séð. í því sambandi er mikilvægt,
að hann „skilj i“ ekki of fljótt. Endaþótt hann vilji þegar í stað finna eðlileg-
ustu hrynjandi textans, á hvaða hátt þægilegast er að flytja hann, þá skal hann
ekki líla á sjálfa framsögnina sem þá eðlilegustu, heldur hika nú við og draga
fram í dagsljósið sínar eigin, almennu skoðanir, taka aðrar hugsanlegar fram-
sagnir til íhugunar, í stuttu máli, viðhafa afstöðu manns, sem lætur undrast.
Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt, til að hann felli ekki tiltekna persónu of
snemma í ákveðin mót — nefnilega áður en hann hefur tekið upp allar fram-
sagnir og síðast en ekki sízt framsagnir annarra persóna — og verði svo að
troða einhverjum býsnum inn í þessi mót, heldur líka — og sérstaklega — til
að koma hinu svokallaða „ekki-heldur“ („das Nicht-Sondern“) fyrir í per-
sónubyggingunni. Á þessu „ekki-heldur“ veltur mikið, hvort áhorfendurnir,
sem eru umbjóðendur þj óðfélagsins, eiga að geta skilið og skoðað það, sem
fram fer, á þann veg, að þeir geti haft áhrif á það. Sérhver leikari verður
einnig — í stað þess að taka aðeins til sín það, sem hentar honum, eins og
það sé „hið sannmannlega“ — að sækjast aðallega eftir því, sem ekki hentar
honum, hinu sérstaka. Og ásamt textanum verður hann að leggja á minnið
þessi fyrstu viðbrögð sín, fyrirvarana, sem hann gerir, athugasemdirnar, undr-
unarefnin, svo að þau falli ekki fyrir ofurborð í fullnaðarmyndinni með því
að „ganga upp“, heldur varðveitist og verði sýnileg; því persónan og allt, sem
fram fer, á frekar að koma áhorfendum á óvart, heldur en að seitla inn í þá.
58 Leikarinn þarf að læra hlutverk sitt samtímis öðrum leikurum, mótun
persónu hans þarf að vera samstíga starfi annarra leikara við mótun þeirra
persóna. Því minnsta eining þjóðfélagsins er ekki maðurinn, heldur tveir
menn. í lífinu mótum við líka hvert annað gagnkvæmt.
59 Hér getum við lært nokkuð af þeim ósið, er viðgengst í leikhúsum okkar,
að hinn drottnandi leikari, stjaman, sýnir „yfirburði“ sína einnig með því að
láta alla aðra leikara þjóna sér: hann gerir hlutverk sitt óttalegt eða spaklegt,
141