Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kynntist foreldrum hans og umgekkst alla vini hans. Ég vissi um alla kvilla hans, sem hann vissi um sjálfur, og nokkrum betur. Af öllum sem þekkja hann þekki ég hann bezt.“ „Þekkirðu hann þá?“ spurði herra Keuner. „Ég þekki hann.“ Herra Keuner spurði aðra konu um mann hennar. Hún svaraði á þessa leið: „Hann kom oft ekki heim langtímum saman, og ég vissi aldrei hvort hann mundi koma aftur. Nú er ár síðan hann hefur komið. Ég veit ekki hvort hann kemur aftur. Ég veit ekki hvort hann kemur úr góðu húsunum eða úr hafnar- götunum. Ég bý í góðu húsnæði. Hver veit hvort hann kæmi líka til mín ef það væri vont? Hann segir aldrei frá neinu, hann talar bara um mín málefni við mig. Þau þekkir hann til hlítar. Ég veit hvað hann segir, veit ég það? Þegar hann kemur er hann stundum svangur, en stundum er hann saddur. En hann borðar ekki alltaf þegar hann er svangur, og þegar hann er saddur slær hann ekki hendinni við mat. Einu sinni kom hann og hafði meitt sig. Ég batt um sárið. Einu sinni var hann borinn inn. Einu sinni rak hann alla á dyr heima hjá mér. Þegar ég kalla hann „Skuggabaldur“ hlær hann og segir: Það liðna er hulið myrkri, en nú er bjart. En stundum tekur hann þessu ávarpi þunglega. Ég veit ekki hvort ég elska hann. Ég ...“ „Segðu ekki meir,“ flýtti herra Keuner sér að segja. „Ég sé að þú þekkir hann. Betur þekkir enginn annan mann heldur en þú hann.“ SÓKRATES Eftir lestur bókar um sögu heimspekinnar fór herra Keuner niðrandi orð- um um tilraunir heimspekinga til að kenna að veruleikinn sé í eðli sínu óþekkjanlegur. „Þegar sófistarnir þóttust vita mikið og margt án þess að hafa lært nokkuð,“ sagði hann, „koin sófistinn Sókrates með þá hrokafullu staðhæfingu að hann vissi að hann vissi ekki neitt. Þess hefði verið að vænta að hann hefði bætt við: Því að ég hef ekki lært neitt heldur. (Til þess að vita eitthvað, verðum við að læra.) En hann virðist ekki haft sagt meira, og ef til vill hefðu líka hin óstjórnlegu fagnaðarlæti, sem dundu yfir eftir fyrstu setn- ingu hans og stóðu í tvö þúsund ár, kæft öll frekari orð. Þorsteinn Þorsteinsson þýddi. 172
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.