Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 89
HUGLEIÐINGAR UM NÚTÍMATÓNLIST eins afleiðingar róttækni í tónsmíðum, sem á sér aðeins örfáar hliðstæður í tónlistar- sögunni. Það sem einkum á sér stað er ó- venjulega þróttmikil og frumleg tónhugsun, sem hefur í för með sér endumýjun og dýpkun tónsmíða-aðferðanna, en aðeins fá- ir tónlistarmenn hafa gert sér grein fyrir því hingað til. Síðar verður vikið nánar að þessu. Óhætt er að fullyrða, að tónlistarmeðvit- und flestra tónskálda er ennþá fjarri þeim vandamálum, sem list Schönbergs leiddi af sér. Það kæmi mér því ekki á óvart, þótt nokkrir áratugir liðu enn áður en menn skildu og lærðu af þessari tónlist á sama hátt og heil öld leið áður en Schönberg varð til þess að draga réttar ályktanir af list Beethovens (svo að annað jafnerfitt tón- skáld sé nefnt, sem í viðleitni sinni og á- rangri líkist Schönberg furðanlega). II Augljóst er að þetta útskýrir þá stað- reynd að jafnvel þeir ungu tónlistarmenn, sem sýna vissa róttækni í tónsmíðum, kæra sig ekki um að læra af Schönberg, þar eð verkefnið, sem slíkur lærdómur hefur í för með sér, er enn fyir ofan þá. Flestir þeirra skýla sér að baki hinnar alræmdu kenning- ar um „að fara fram úr“: illa dulin viður- kenning á getuleysi að skilja það sem er of erfitt og útheimtir áreynslu þeim ofviða. Hvað er hlægilegra en þessir menn í sam- anburði við það sem þeir halda sig hafa farið fram úr! Þannig eru nærri fjörutíu ár síðan „farið var fram úr“ Schönberg, en þegar t. d. verk Stravinskys og Hindemiths frá því um 1920 eru borin saman við verk Schönbergs frá sama tíma virðist þetta fá- ránleg fjarstæða. Hvað er þá eiginlega á seyði? Sagt var meðal annars að verk Schönbergs væru ekki annað en heilabrot og álitið var að hægt væri að losa sig við þau í eitt skipti fyrir öll með frægu vígorði á þeim tíma: „Tilraunastofuárangur". Þeir sem töldu sig þurfa að réttlæta slíka afstöðu sögðu að Schönberg sigldi í kjölfar Wagners, og hefði komizt í ógöngur með því að spenna hina „yfirdrifnu" krómatík Tristrans til hins ýtrasta, þar sem Stravinsky og Hinde- mith hefði aftur á móti tekizt að gefa tón- listinni heilbrigði sína og ferskleika aftur, með því að leiða hana út úr hinum róman- tísku herbúðum. Hvílík vitleysa! Hvernig er hægt að svara þessu? Það er satt, að það er varla ómaks- ins vert, því að atburðir síðustu ára hafa þegar svarað. Geta má þess samt sem áður, að með þrá sinni eftir „klassískum stfl“, svokallaðri „hreinni“ tónlist o. s. frv. eru Stravinsky og Ilindemith komnir í það sem þeir héldu sig vera að berjast gegn, sem sagt algjörlega rómantíska afstöðu. Afleið- ingar slíkrar afstöðu hafa verið hinar hörmulegustu. Þar sem Schönberg fer í raun og veru fram úr Wagner — á þann eina sanna hátt sem allir miklir listamenn fara fram úr fyrirrennurum sínum — með því að taka við arfleifð hins síðarnefnda í fullri einlægni og efla hana, bera verk þeirra sem þykjast hafa farið fram úr Schönberg vott um fátækt ekki aðeins í samanburði við verk Schönbergs, heldur einnig séu þau borin saman við verk Wagn- ers, sem þeir hafa í rauninni aldrei skilið. Verk Stravinskys og Hindemiths, samin á millistríðsárunum, bjóða upp á framstæða byggingu með afbrigðum fátæklega, enda hafa þau að mestu horfið af hljómleika- skrám þrátt fyrir frægð höfundanna. And- stætt þessu voru verk Schönbergs frá sama tíma bókstaflega aldrei flutt, en eru nú óð- um að ryðja sér til rúms. Sama sagan endurtekur sig um þessar mundir. Flest verk þeirra sem kalla sig „framvörð" (avant-garde) standa á það 183
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.