Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lágu stigi sem tónsmíðar, að enn vantar mikið á að hægt sé svo mikið sem bera þær saman við það stig, sem list Schönbergs stendur á. Þrátt fyrir það þykjast höfund- ar þessara verka hafa farið fram úr Schön- berg og nota því nær sömu rök og fyrirrenn- arar þeirra. Einn þessara nýju manna (hans verður getið nánar síðar) skrifaði fyrir nokkrum árum (við andlát Schönbergs) grein með fyrirsögninni Schönberg er dautí- ur og átti hún að vera einskonar lokaupp- gjör. Það væri varla ómaksins vert að benda á þá staðreynd, að til skuli vera ungir menn sem skrifa slíkar greinar og rosknir ritstjórar sem gefa þær út, ef hið þreytandi tilbreytingaleysi slíkra „árása“ kæmi ekki til. Gallinn er sá, að jafnvel litlu hundarnir geta hrætt með gelti sínu, og þannig er breitt yfir hið raunverulega ástand og fjöldi tónlistarmanna og tónlistarunnenda leiddur á villigötur. III Hvernig horfir málið við nú? Það hefur þegar verið útskýrt: rökin eru hérumbil þau sömu og fyrir þrjátíu árum. Enn einu sinni hefur verið farið fram úr Schönberg vegna þess að hann er rómantískur, vegna þess að hann hefur aldrei getað losað sig fyllilega við úr sér gengnar hefðir o. s. frv.; jafnvel hinar frægu nýjungar hans og uppgötvanir eru ekki annað en tilviljanir. í raun og veru er hann ekki höfundur þeirra; að minnsta kosti hefur hann aldrei skilið þær og ungu mennimir verða að út- skýra fyrir Schönberg hina raunvemlegu merkingu hans eigin verka. Allt þetta er svo fáránlegt, að ákjósanlegast væri að eyða ekki orðum að því, en of mörg alvar- leg mál eru með í spilinu. Bent hefur verið á fordæmi Antons Webems, sem einnig á að hafa farið fram úr Schönberg og í verk- um hans eiga að felast forsendur alls þess, sem er viðfangsefnið í dag, en það er fyrst og fremst tónlistarbygging, sem hvílir ekki á hinni hefðbundnu úrvinnslu mótífa og stefja, heldur á „algjörlega nýjum“ grunni, sem er laus við hinn hefðbundna sora. Þeg- ar slíkar f jarstæður hafa verið endurteknar nógu oft, endar það með því að fjöldi fólks (einkum þeir sem hafa takmarkaða þekk- ingu á þessum málum) trúir þeim og það versta er að þetta aftrar mörgum ungum tónlistarmönnum að reyna að skilja og ná valdi á hinum raunverulegu tónsmíðavanda- málum (hvort sem þau eru kölluð hefð- bundin eða ekki). Þegar hefur verið bent á, að hið raun- verulega mikilvægi Schönbergs felst einmitt í óvenjulegu valdi hans á tónsmíðum, sem sérhver áfangi þróunar hans ber vott um, og gefur verkum hans — þótt þau séu í hæsta máta margþætt — ótrúlega eðlilegt og óþvingað yfirbragð. Sá sem athugar slík verk með þeirri virðingu, sem ber að sýna öllum miklum tónskáldum, hefur einhverj- ar líkur á að öðlast skilning á að minnsta kosti nokkrum lögmálum sannrar tónlistar- hugsunar og verða ef til vill raunverulegt tónskáld. Að láta sem slík verk séu ekki til, að koma sér undan því erfiði, sem það kost- ar að kynna sér þau, að ófrægja þau með heimskulegu gjammi, — það getur „borið góðan árangur" ef reynt er að hafa áhrif á þá, sem fáfróðari eru, en það hindrar sér- hvem í að skilja eðli tónsmíða í sinni réttu og margþættu mynd og að semja fullgild verk. Gott dæmi um þetta ástand er Boulez, blindaður af reglum sínum og ölvaður af velgengni. Verk hans eru sjaldan meira en átakalaus leikur milli tveggja skauta: ann- arsvegar bamaleg ánægja yfir vissum „sjaldgæfum“ hljómum, sem birtast í óhóf- legri notkun slagverks (það minnir á gleði barnsins, þegar því erleyft að berja á potta og pönnur); hinsvegar ánægja yfir hálf- 184
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.