Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 27. ÁRG. 1966
HEFTI • DES.
LJós ©g aflgjafi að nýju
Enn haja íslendingar lijað sögulega óskastund: Með dómi Hœstaréllar Dana
17. nóv. sl. var handritamálið leitt til jarsœlla lykta, og á þeirn degi streymdi
hlýr hugur lil dönsku þjóðarinnar úr hverjum ranni á íslandi. Enn hefur
sannazt að barállan fyrir helgum málstað fœrir sigur heim.
A þessari stundu ber handritin og örlög þeirra, og bókmennlirnar sem
á þau eru skráðar og af þeim runnar, jyrir augu af nýrri sjónarhœð og í
nýju Ijósi. Og það rifjast upp óendanlega margt, jafnvel úr œvi einstakra
handrita. Þau voru um aldir svo samtengd sögu vorri að með sönnu má
segja að þau hafi verið þjóðinni Ijós og aflgjafi, líf af lífi hennar, og liún
hefur aldrei getað gleymt því að missa þau úr landi og fundið sig heíllum
liorfna meðan þau vœru í fjarlœgu landi.
Þetla er allt furðuleg og einstök saga sem hefur verið margsinnis rakin:
sú snilld sem í upphafi lýsti sér í sköpun Ijóða og sagna, óþrotleg alúð og
elja við uppskrijtir og iðkun bókmenntanna öld fram af öld, „fýsnin lil fróð-
leiks og skrifta“, þar til skinnhandritin voru svo að segja lesin upp til agna,
önnur eyddust og lýndust eða var sópað úr landi, sukku í sœ eða urðu eldi
að bráð, og Island sjálft gersamlega rúið þessum fornu verðmœtum.
En á spjöldurn Jreirra bóka sem af komust úr volki aldanna lifir þó allur
orðstír lslendinga. Oldum saman vissu engir að á útskeri þessu hefðu verið
sköpuð snilldarverk sem nefnd hafa verið á síðari tímum „líf íslands“, „Ijós
yjir Norðurlöndum“ og „höfuðgersemar germanskra þjóða“. Og allt í einu
blossaði upp frœgð þeirra er menn uppgötvuðu hver fjársjóður lá hér falinn,
og síðan liafa hin jornu íslenzku handrit orðið viðjangsefni frœðimanna og
íkveikja skáldum um víða veröld — og íslendingum sjálfum endurlífgandi
krajtur. Þessa alls verðum vér að gera oss Ijósa grein til að kunna að laka
á móti handritunum með réttu hugarjari og nœgilega djúpum og víðum
skilningi.
Oss hljóta á þessari gleðistund að vera efst í huga hinar tœru uppspreltu-
21 TMM
321