Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 10
Tímarit Máls og menningar
síns tíraa og rúms. Eins og að framan
greinir leggur hún höfuðáherzlu á
töku og eySileggingu ríkjandi ríkis-
valds. „ÞaS er einmitt í frumstæSum,
lítt mótuSum þjóSfélögum, sem ógn-
aS er af skortinum og ríkisvaldiS eitt
heldur sameinuSum sem slík stjórn-
list hæfir og öSlast djúpa merkingu.
Þegar örbirgS og ójafnrétti eru hlut-
skipti heillar þjóSar; þegar engin
tæknileg undirbygging, ahnenn lestr-
arkunnátta og sameiginleg menning
eru fyrir hendi og hinn óbreytti borg-
ari stySst ekki viS neina stjórnmála-
hefS og samsamast ekki neinni raun-
verulegri þjóSarheild, — þá hefur
Ríkið tilhneigingu til þess aS verSa
eina tákn og eini raunveruleiki þjóS-
félagsins sem slíks. HiS borgaralega
félag1 er svo formlaust, sundurlaust,
ólögulegt og ómerkjanlegt aS þaS
öSlast ekki áþreifanlegt líf nema sem
kristöllun í ríkisvaldinu. ASeins í
því nær hiS ómótaSa þjóSfélag aS
storkna í fast form.“ (Perry Ander-
son). Þannig er nú ástatt um mörg
1 Þýðing á hugtakinu „civil society".
John Locke mun hafa notaíí það einna
fyrstur manna og Karl Marx tók það síðan
upp („biirgerliche Gesellschaft") til að
tákna hin efnalegu Hfsskilyrði þjóðfélags-
ins — framleiðsluöfl og framleiðsluþætti
þess — til aðgreiningar frá réttarreglunum
og ríkisvaldinu. P. Anderson notar hugtak-
ið í víðari merkingu yfir þjóðlífið í heild,
efnahags- og menningareiningar þess, and-
stætt hinu skipulagða ríkisvaldi. — Orða-
tiltækið borgaralegt félag kemur t. d. fyrir
í ritum Jóns Sigurðssonar.
hinna tæknilega vanþróuðu landa,
jafnvel í enn ríkara mæli en Rússland
Leníns. Ríkisvaldinu svipar þar mjög
til fyrirmyndarríkis Hegels, það er
uppspretta allra opinberra athafna
og sköpunar og nýtur óskoraðra
valda og athafnafrelsis gagnvart íhú-
unum. Það er því engin tilviljun að
velflest hinna vanþróuðu ríkja búa
við einsflokkskerfi, ekki ósvipað
jrví sem komst á í Rússlandi eftir bylt-
inguna — og er meira að segja enn í
gildi — og hefur síðan verið tekið
upp í öllum þeim ríkjum sem umbylt
hafa efnahagskerfi sínu til sósíalisma.
Ástæðan er sú að í löndum hins efna-
lega skorts og tæknilegrar vanþekk-
ingar verður grettistaki iðnvæðingar-
innar ekki lyft nema með einbeitingu
allra tiltækilegra krafta, ef þeim á að
takast á annað borð að rjúfa víta-
hring „vanþróunarinnar“. Skortur-
inn veldur þannig óhjákvæmilega
miðsækni, þegar menn takast á við
hann til úrlausnar í stað þess að um-
bera hann sem örlög eða forsjón.
Hann hefur tilhneigingu til að sveigja
allar hinar ófullburða stofnanir og
hina lauslega skipulagsbundnu félags-
hópa vanþróaðra þjóðfélaga und-
ir miðstjórnarvaldið, þ. e. ríkisvald-
ið. Samþjöppun ríkisvaldsins og sam-
fléttun þess við einsflokkskerfið verð-
ur jjannig rökrétt andsvar hins van-
þróaða þjóðfélags við sundrungu
þess og vanmætti. í sumum tilvikum,
eins og í mörgum löndum Afríku
328