Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 12
Tímarit Máls og menningar kemur þessu ekki beinlínis við — að fimmtíu árum eftir öreigabyltingu eru Sovétríkin auðugt þjóðfélag sem liefur allar efnahagslegar og félags- legar forsenclur lil að vera fyrirmynd annarra um lýðræðislega stjórnar- háttu. Skýringin á því hvers vegna stjórn- list Leníns hefur reynzt sigursæl í tæknilega og félagslega vanþróuðum löndum er sú, samkvæmt því sem að ofan greinir, að hún er sniðin við hæfi þjóðfélaga sem eru félagslega lítt mótuð (lítt strúktúreruð) og þar sem ríkisvaldið rís hátt yfir stofnanir horgaralegs félags. Af þeirri stað- reynd réttlætist sú áherzla sem Lenín lagði á ríkisvaldið í byltingarkenn- ingu sinni. Næst liggur fyrir að skilgreina hvers vegna jafnaðarmönnum hefur reynzt ókleift að breyta auðvalds- þjóðfélögum Vestur-Evrópu á sósíal- íska vísu eftir þingræðisleið sinni. I orðalaginu felst að þeir hafi haft og hafi enn vilja til að breyta kapítal- isma í sósíalisma: sá vilji er skráður skýrum stöfum í stefnuskrám flestra sósíaldemókrataflokka Evrópu, meira að segja hins íslenzka. Ósamræmið milli stefnu þeirra og starfshátta, milli fræðikenningar og framkvæmda, sem hlasir við hverjum óvilhöllum gagn- rýnanda og er vafalaust til muna meira en hjá flokkum nokkurrar ann- arrar stj órnmálastefnu, hefur senni- lega skapazt miklu fremur fyrir sak- ir rangrar stjórnlistar í grundvallar- atriðum en fyrir vísvitað fráhvarf foringja þeirra frá stefnu sósíalism- ans. I hverju felst þá skekkjan? Perry Anderson hefur skilgreint hana á þessa leið: Kórvilla sósíaldemókrata- flokkanna stafar af því að þeir höfðu í grundvallaratriðum rangar hug- myndir um eðli valdsins í háþróuðum auðvaldsþjóðfélögum og um leiðirn- ar til að ná því. Allir starfshættir þeirra miðast við þá hlekkingu að lýðræðið eitt sé lyk- ill að þungamiðju valdsins og þetta vald sé í höndum löggjafans. „Í þess- ari tálsýn birtist þjóðfélagið sem gagnsær, augljós uppdráttur þar sem valdinu er dreift skipulega til hvers fullveðja borgara með vissu millibili (við kosningar), og er síðan óðar dregið saman í nýja, óskipta heild (ríkisstjórn) .. . Allri orku jafnaðar- mannaflokkanna er þannig einbeitt að þessari úrslitastund sem þingkosn- ingarnar eru í augum þeirra; allt annað verður að víkja. Kosningarnar verða að baráttu sem halda mætti að ráði örlögum þjóðarinnar.“ „Það liggur í augum uppi hve þessi hugmynd um valdastrúktúr hins há- þróaða auðvaldsskipulags er einfeldn- ingsleg . . . Valdið í háþróuðum auð- valdsþjóðfélögum er ekki eins konar hlutur sem er staðsettur eingöngu — eða aðallega — í þinginu og flytja má til eftir því sem meirihlutinn breyt- 330
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.