Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 16
Timarit Múls ug rncnningar
faldast því meir sem hann yrði há-
þróaðri og legði undir sig fleiri svið
efnahagslífsins, unz svo færi að lok-
um að allur þorri þjóðarinnar sykki
niður á stig öreigans og aðeins örlít-
ill minnihluti hæfist upp í stétt auð-
magnseigenda eða kapítalista.
Það er alkunna að félagsleg þróun
kapítalismans hefur ekki leitt til sams
konar skauthverfingar (polarisation)
og Marx sagði fyrir um og hin
leníníska flokksgerð var við mið-
uð. Hin kapítalísku Vesturlönd hafa
þvert á móti orðið æ margbreytilegri
og sundurleitari að félagslegri gerð.
Kemur þar aðallega til útþensla
Frumframleiðslugr. (landb., sjávarúlv.) ..
Iðnaður ...............................
Þjónusta ..............................
Ostarfandi fólk .......................
Sérstaklega athyglisverð er hlut-
fallstala þeirra sem vinna við ýmiss
konar þjónustustörf og verzlunar í
Bandaríkjum N-Ameríku, 58%. Þar
sem þau eru komin lengst í kapítal-
ískri þróun efnahagslífsins má ætla
að þróun hinnar félagslegu gerðar
stefni að svipuðu marki í V-Evrópu.
Margbreytileiki hinnar félagslegu
gerðar verður þannig til þess að dul-
búa arðránið á ótal vegu, stórauka
bæði fjölda og tegundir milliliðanna
milli hinna eiginlegu framleiðenda og
hins tiltölulega þrönga hóps stór-
kapítalista. Að sama skapi hefur stétt-
þriðja geira efnahagslífsins, sent svo
er nefndur á hagfræðimáli; undir
hann heyrir alls kyns þjónustu-, verzl-
unar-, skemmtana- og menningar-
starfsemi. Þessi þriðji geiri tekur við
æ meira vinnuafli frá frumfrain-
leiðslugreinunum (landbúnaði og
sjávarútvegi) og jafnvel iðnaðinum.
Að iðnaði vinna nú ekki meira en
u. þ. b. 35% starfandi manna í flest-
um V-Evrópulöndum. Nánari hug-
mynd um þróun hinnar félagslegu
samsetningar í auðvaldslönduin má
fá af eftirfarandi töflu1 yfir skipt-
ingu starfandi fólks á atvinnuvegi:
Island Bandaríkin Frakkland
1860 1960 1860 1961 1961
88,9% 22,8% 57,5% 4% 10%
1,1% 35,5% 21,5% 38% 43,5%
5,5% 32,7% 21,0% 58% 46,5%
4,5% 9%
arvitund launþeganna tilhneigingu
til að slævast.
Engu þýðingarminni en þessar fé-
lagslegu breytingar eru hinir breyttu
starfshættir sem kapítalisminn hefur
tekið upp í því skyni að forðast meiri
háttar efnahagskreppur, á borð við
heimskreppuna 1930—39. Kollsteypu-
kenningin sem kommúnistar hafa
boðað til skamms tíma var tjáning á
1 Hlutfallstölurnar fyrir árið 1961 eru
teknar úr skýrslu Efnahagsstofnunar Ev-
rópu, en tölurnar yfir ísland úr IðnaSar-
málum, 6. h. 1963. íslenzku tölurnar eru
ekki fyllilega sambærilegar við hinar.
334