Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 18
Timarit Múls og menningar
því að hið opinbera annast þar ineð
að miklu leyti endurnýjun vinnuafls-
ins sem öll auðsöfnun byggist á. Það
er því ekki ofmælt sem sagt hefur
verið að liinn opinberi geiri er mjólk-
urkýr einkaauðmagnsins. Hann sér
því fyrir endurnýjuðu vinnuafli, sel-
ur því samfélagslega þjónustu undir
kostnaðarverði, veitir því styrki og
lán (ekki hvað sízt hér á landi) og
elur það óspart með því að fela því
verklegar framkvæmdir og fram-
leiðslu útbúnaðar ýmiss konar til al-
mannaþarfa. Að svo búnu er ekkert
handhægara fyrir einkaframtakið en
sýna almenningi fram á að þjóðnýtt-
ur atvinnurekstur geti aldrei borið sig
og gangi alltaf á tréfótum.
d) Ríkisafskiptin birtast ennfrem-
ur í virkjun efnahagslífsins til hern-
aðarframkvæmda og liergagnafram-
leiðslu. Hitler gerði Þýzkaland að
framverði nýkapítalismans með því
að beina hinni kreppulömuðu fram-
leiðslugetu auðhringanna að stríðs-
undirbúningi með hemjulausri her-
gagnasmíði. Og Bandaríkin risu ekki
fyllilega úr kreppunni fyrr en heims-
styrjöldin kom þeim til hjálpar, ef
svo kaldranalega má að orði komast.
Allar götur síðan hefur hergagnaiðn-
aðurinn verið frumforsenda hins
gróskumikla bandaríska kapítalisma.
Til svo nefndra landvarna vörðu
Bandaríkin 56.8 biljónum dollara á
fjárlögum áranna 1963 og 1964, þ. e.
2476 miljörðum ísl. króna. Hermögn-
un efnahagslífsins er þar að vísu á
miklu hærra stigi en í nokkru landi
V-Evrópu, en samt er óhætt að full-
yrða að hún er eitt mikilvirkasta
varnarmeðal nýkapítalismans í öllum
háþróuðum auðvaldslöndum.
e) Loks má nefna sem dæmi um
hin auknu ríkisafskipti viðleitni hins
opinbera til þess að stjórna þróun
peningamálanna, þ. e. hafa hönd í
bagga með skiptingu þjóðartekna
milli verðlags framleidds varnings og
verðlags vinnuaflsins eða m. ö. o.
milli gróða og launa. Þessarar við-
leitni hefur ekki hvað sízt gætt á ís-
landi hin síðari ár. Segja má að með
afskiptum sínum af launamálum hafi
ríkisvaldið seilzt inn í sjálfan helgi-
dóm einkaauðmagnsins, því að með
því er að vissu leyti flett frá þeirri
huliðsblæju sem falið hefur stað-
reynd arðránsins fyrir margra aug-
um; strax og farið er að tala á æðstu
stöðum um hlutfallið milli gróða og
launa öðlast verkamaðurinn eða laun-
þeginn skarpari skilning á stéttar-
stöðu sinni. Enn vantar þó mikið á að
kapítalisminn hafi flett blæjunni af
til fulls og opinberað leyndardóm
sinn í allra augsýn. Til þess þyrfti
hvert fyrirtæki að leggja fram dag-
hækur sínar — og ætli þeim það hver
sem vill!
Fleiri form ríkisafskipta mætti
nefna, en þau sem að framan getur
ættu til samans að veita mönnum
nokkra skýringu á því hvers vegna
336