Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 25
VerkalýSshreyfingin í Vestur-Evrópu andspœnis nýkapítalisma og stefnu einokunarhringanna með því að semja um kaup heilla starfs- hópa til langs tíma geta haft hinar háskalegustu afleiðingar fyrir sjálf- ræði hennar. Gorz heldur því fram að verkalýðshreyfingunni beri að vísa afdráttarlaust á bug öllum kröfum sem ríkisvaldið gerir um launaaga meðlima hennar undir því yfirskini að nauðsynlegt sé að viðhalda „jafn- væginu milli neyzlu og fjárfestingar“. Þessa staðhæfingu rökstyður hann með eftirfarandi ábendingum: „1) Að óbreyttum aðstæðum er engin trygging fyrir því, að sparnað- ur í neyzlu komi fram í hærri fjár- festingartölu. 2) Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að gróðaaukning fyrirtækja renni til fjárfestingar, er engin trygging fyrir því að þau fjárfesti hana í þeim landshlutum eða þeim framleiðslu- og þjónustugreinum sem mest nauð- syn ber til frá félagslegu sjónarmiði. 3) Það er hægt að auka neyzlu launamanna, bæði einka- og samfé- lagslega neyzlu þeirra, jafnhliða því sem f j árfesting í félagslega nytsömum atvinnugreinum er aukin, að því til- skildu að breytt sé um gerð og inni- hald neyzlunnar og fjárfestingarinn- ar: að tekið sé fyrir óhóf bæði í neyzlu og fjárfestingu og að tekið sé fyrir auðsöfnun spákaupmanna og annarra félagslegra sníkjudýra. Til þess að svo mætti verða yrði að skera niður hvers konar eyðslu og óhóf með því að þjóðnýta fjárfestingar- starfsemina." Þannig hefur launabaráttan ekki lengur í sér fólgið neitt byltingar- sinnað inntak eða afneitun á kapí- talismanum, heldur fellur hún á- rekstralítið inn í fyrirmynd hans um hámarksneyzlu hvers einstaklings. Hún ein fær því ekki þokað þjóð- skipulaginu áleiðis til sósíalisma. Dagleg umbótabarátta á grundvelli eigindaþarfa Hvað er þá til ráða? Gorz svarar því hiklaust þannig: verkalýðshreyf- ingin og stj órnmálaflokkar hennar verða nú þegar að hefja baráttu fyrir „byltingarsinnuðum umhótum“ sem miði að róttækum umbreytingum þjóðfélagsins. Markalínuna milli um- bóta sem eru reformískar eða endur- bótasinnaðar, og hinna sem eru „byltingarsinnaðar“ dregur hann á eftirfarandi hátt: „Umbót er endurbótasinnuð ef stefnumið hennar eru sveigð undir ákveðna pólitík og forsendur ákveð- ins þjóðskipulags. Endurbótastefnan útilokar fyrirfram stefnumið og kröf- ur sem eru ósamrýmanlegar viðhaldi skipulagsins, hversu djúpar rætur sem þær kunna að eiga sér í mann- legum þörfum.“ „Umbót sem miðast aftur á móti við mannlegar þarfir og kröfur sem ekki er fullnægt innan ramma ákveð- ins skipulags, en sem hægt er og þörf 343
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.