Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 25
VerkalýSshreyfingin í Vestur-Evrópu andspœnis nýkapítalisma
og stefnu einokunarhringanna með
því að semja um kaup heilla starfs-
hópa til langs tíma geta haft hinar
háskalegustu afleiðingar fyrir sjálf-
ræði hennar. Gorz heldur því fram að
verkalýðshreyfingunni beri að vísa
afdráttarlaust á bug öllum kröfum
sem ríkisvaldið gerir um launaaga
meðlima hennar undir því yfirskini
að nauðsynlegt sé að viðhalda „jafn-
væginu milli neyzlu og fjárfestingar“.
Þessa staðhæfingu rökstyður hann
með eftirfarandi ábendingum:
„1) Að óbreyttum aðstæðum er
engin trygging fyrir því, að sparnað-
ur í neyzlu komi fram í hærri fjár-
festingartölu.
2) Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að
gróðaaukning fyrirtækja renni til
fjárfestingar, er engin trygging fyrir
því að þau fjárfesti hana í þeim
landshlutum eða þeim framleiðslu-
og þjónustugreinum sem mest nauð-
syn ber til frá félagslegu sjónarmiði.
3) Það er hægt að auka neyzlu
launamanna, bæði einka- og samfé-
lagslega neyzlu þeirra, jafnhliða því
sem f j árfesting í félagslega nytsömum
atvinnugreinum er aukin, að því til-
skildu að breytt sé um gerð og inni-
hald neyzlunnar og fjárfestingarinn-
ar: að tekið sé fyrir óhóf bæði í
neyzlu og fjárfestingu og að tekið sé
fyrir auðsöfnun spákaupmanna og
annarra félagslegra sníkjudýra. Til
þess að svo mætti verða yrði að skera
niður hvers konar eyðslu og óhóf
með því að þjóðnýta fjárfestingar-
starfsemina."
Þannig hefur launabaráttan ekki
lengur í sér fólgið neitt byltingar-
sinnað inntak eða afneitun á kapí-
talismanum, heldur fellur hún á-
rekstralítið inn í fyrirmynd hans um
hámarksneyzlu hvers einstaklings.
Hún ein fær því ekki þokað þjóð-
skipulaginu áleiðis til sósíalisma.
Dagleg umbótabarátta á grundvelli
eigindaþarfa
Hvað er þá til ráða? Gorz svarar
því hiklaust þannig: verkalýðshreyf-
ingin og stj órnmálaflokkar hennar
verða nú þegar að hefja baráttu fyrir
„byltingarsinnuðum umhótum“ sem
miði að róttækum umbreytingum
þjóðfélagsins. Markalínuna milli um-
bóta sem eru reformískar eða endur-
bótasinnaðar, og hinna sem eru
„byltingarsinnaðar“ dregur hann á
eftirfarandi hátt:
„Umbót er endurbótasinnuð ef
stefnumið hennar eru sveigð undir
ákveðna pólitík og forsendur ákveð-
ins þjóðskipulags. Endurbótastefnan
útilokar fyrirfram stefnumið og kröf-
ur sem eru ósamrýmanlegar viðhaldi
skipulagsins, hversu djúpar rætur
sem þær kunna að eiga sér í mann-
legum þörfum.“
„Umbót sem miðast aftur á móti
við mannlegar þarfir og kröfur sem
ekki er fullnægt innan ramma ákveð-
ins skipulags, en sem hægt er og þörf
343