Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 26
Tímarit Máls og menningar er á að fullnægja, þarf ekki endilega að vera endurbótasinnuð.“ „Það er m. ö. o. auðkenni umbóta sem eru andkapítalískar að kapítal- ískir mælikvarðar eru ekki látnir skera úr um það hvort þörfin á rétt á sér eða ekki.“ Forsenda slíkra andkapítalískra umbóta er, heldur Gorz áfram, að breyting verði á hinum ríkjandi póli- tísku og efnahagslegu valdahlutföll- um í þjóðfélaginu og að verkamenn og allir launþegar berjist fyrir völd- um og réttindum er geti komið auð- valdsskipulaginu á kné. Þessar um- bætur verða með öðrum orðum að ná til strúktúru eða innri gerðar sjálfs þjóðfélagsins. Gorz leggur á- herzlu á það að um raunverulega strúktúrumbót sé ekki að ræða nema hún sé framkvæmd eða stjórnað af þeim sem krefjast hennar. Strúktúr- umbætur hafi þannig jafnan — hvort sem þær eru framkvæmdar í efna- hagslífinu, í einstökum fyrirtækjum, í skólum eða landsstjórninni — í för með sér valddreifingu, takmörkun á valdi ríkisins eða auðmagnsins og út- víkkun á völdum almennings. Sam- kvæmt þessari skilgreiningu er engin þjóðnýting í sjálfu sér strúktúrum- bót. Það sem sker úr er það hvort launþegar stjórna sjálfir hinu þjóð- nýtta fyrirtæki. En á hvaða þörfum á þá að reisa kröfurnar um strúktúrumbætur eða -breytingar á kapítalismanum? Svar- ið er jafn ótvírætt og hið fyrra að áliti hins franska rithöfundar. Það ber að reisa þær á hinum kvalitatífu þörfum eða eigindaþörfunum sem hugmyndafræði kapítalismans reynir að bæla niður. Það sem öðru fremur einkennir efnahagslíf nýkapítalískra landa er misræmið í þróun hinna einstöku þátta þess, eða eins og hagfræðingur- inn Galbraith hefur orðað það: „fátækt hins opinbera hjá allsnægtum prívatmannsins.“ Við íslendingar könnumst vel við andstæðurnar milli hinnar samfélagslegu þjónustu sem hið opinbera hefur með höndum og hins blómlega verzlunar- og dreif- ingarkerfis einkaframtaksins. Við könnumst við myndirnar sem ber fyrir augu okkar af húskofanum með sjónvarpsstönginni upp úr þakinu eða einkabílinn utandyra. Þessar andstæður endurspegla það sem kalla má neyzlufyrirmynd (módel) kapí- talismans sem hann leitast við að þröngva upp á alla með áróðri sín- um og fjölmiðlunartækjum. Hver ein- staklingur lagar sig ósjálfrátt að þess- ari fyrirmynd einkaneyzlunnar, með- an hann hefur ekki urn aðra neyzlu- fyrirmynd að velja. Hann sér fram á það að hann geti fyrr eða síðar keypt sér þvottavél, nýtízku heimilis- tæki og einkabíl sem samsvara raun- verulegum þörfum í háþróuðu horg- araþjóðfélagi, en aftur á móti sýnist honum ekkert útlit á því að hin opin- 344
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.