Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 28
Tímarit Máls og menningar
þess til þess að framleiða það sem
því þóknast og fjárfesta auðmagnið
þar sem gróðamöguleikarnir eru
mestir. Séu þessi stefnumið aðhæfð
hinni daglegu baráttu launafólks fyr-
ir hækkuðu kaupi öðlast hún sósíal-
ískt inntak og díalektíska stigmögn-
un; því að hinni stöðugu ásókneinka-
framtaksins gegn þjóðnýttum fyrir-
tækjum og samfélagslegri þjónustu-
starfsemi verður ekki svarað með ár-
angri nema hinn opinberi geiri sé
útvíkkaður jafnt og þétt, og til þess
að takast megi að starfrækja hann
sómasamlega verður að sveigja mið-
stöðvar auðmögnunarinnar (iðnaðar-
og bankastofnanir) undir opinbert
eftirlit. Af þessu leiðir að hinn opin-
beri geiri efnahagslífsins — hvort
sem um er að ræða þjóðnýtt fyrir-
tæki eða sameiginlegar þjónustu-
stofnanir — er stöðug ögrun við
kapítalismann, svo framarlega sem
stjórn þeirra er í höndum launþega
sjálfra.
Skilyrðið fyrir því að verkalýðs-
hreyfingin taki upp baráttu fyrir
raunverulegum strúktúrumbótum sem
þrengi smám saman athafnasvið kapí-
talismans og undirbúi þannig yfir-
töku hennar á stjórn þjóðfélagsins og
þjóðfélagsþróunarinnar, er að hún
felli niður eða dragi a. m. k. stórlega
úr aðgreiningunni milli hinnar fag-
legu haráttu annars vegar og hinnar
pólitísku baráttu hins vegar. í stað
þess að leggja alla meginorku hinnar
daglegu haráttu í einhliða launakröf-
ur, verður hún að gera sósíalísk
stefnumið, sósíalískar úrlausnir að
megininntaki hinnar daglegu baráttu,
því að aðeins með slíkum stefnumið-
um mun henni takast að virkja launa-
menn til skeleggrar baráttu og finna
baráttuform fyrir grundvallarmót-
sögn þeirra við hagsmuni einkafram-
taksins. Henni mun því aðeins takast
að hefja stéttabaráttuna upp á æðra
stig að hún marki sínar eigin lausnir
á þjóðfélagsvandamálum nýkapítal-
ismans og sýni þannig launþegum
fram á hina raunverulegu möguleika
og úrlausnir sósíalismans. Þetta skil-
yrði felur það í sér til dæmis að
verkamenn og launþegar á öllum stór-
um vinnustöðum beri fram kröfur um
hlutdeild í stjórn fyrirtækisins (ekki
í auðmagni þess eftir nýkapítalískri
fyrirmynd!), um tilhögun vinnunnar
og launafyrirkomulag. Með því ger-
ast þeir ekki samábyrgir hinni kapí-
talísku forystu þess, heldur sýna þeir
fram á hæfni sína til þess að taka
stjórn efnahagslífsins í sínar hendur
og færa vinnuafstæðurnar í lýðræðis-
legt horf. Forystumenn launþega á
hverjum stað — hvort sem um er að
ræða fyrirtæki, sveitarfélag eða
landsfjórðung — verða að hafa til-
tækar ákveðnar, jákvæðar tillögur
sem fela í sér róttæka stefnubreyt-
ingu, miðað við hinar kapítalísku úr-
lausnir. Raunar er engin von til þess
að slíkar tillögur verði bornar fram
346