Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 29
Verkalýðshreyfingin í Vestur-Evrópu andspœnis nýkapítalisma
til sigurs í einu vetfangi, heldur má
vœnta þess að launþegum takist að
semja um hluta þeirra við atvinnu-
rekendur og aðra fulltrúa einkafram-
taksins. En það eitt að hafa unnið
hálfan sigur sem fært hefur viðkom-
andi félagseiningu einu feti nær sós-
íalismanum, eykur á sjálfstraust og
baráttuhug launamanna og undirbýr
jarðveginn fyrir næstu sóknarlotu.
Þar með hefði verkalýðshreyfing-
unni tekizt að sigrast á höfuðveik-
leika sínum: þ. e. djúpinu sem hefur
verið staðfest milli hinnar daglegu
launabaráttu hennar og hinna sósíal-
ísku framtíðarlausna.
En þá vaknar gamla spurningin:
hlýtur kapítalisminn ekki óhjákvæmi-
lega að sveigja undir sig og soga til
sín þau völd og réttindi sem launa-
fólki tekst að ávinna sér innan ramma
auðvaldsskipulagsins? Þetta er gamla
spurningin um umbóta- eða byltinga-
Ieiðina. Gorz svarar henni nánast því
á þessa leið: „Hættan á slíkri undir-
okun er fyrir hendi, en hún er ekki
óhjákvæmileg. Þessari hættu verður
verkalýðshreyfingin að mæta, því að
engin önnur lausn er til. Byltingar-
valdataka eftir forskrift Leníns er úr
sögunni sem hugsanlegur möguleiki,
þar sem ráðagerðir um hana virkja
ekki lengur fjöldann til athafna. I
augum hans er sósíalisminn sértekið
(abstrakt) hugtak sem ekki er lengur
heillandi í sjálfu sér. Eina hugsan-
lega stj órnlist verkalýðshreyfingar-
innar sem leitt getur til sósíalisma er
því sú sem setur fram stefnumið á
grundvelli djúpstæðra þarfa sem
kapítalisminn er ófær um að full-
nægja. Baráttan fyrir þessum þörfum,
völdum og réttindum til handa launa-
fólki getur aftur á móti gert sósíal-
ismann að lifandi veruleik í augum
alþýðu, veruleik sem er þegar að
verki, vinnur á kapítalismanum inn-
an frá og krefst þess að fá að þróast
óhindrað á hans kostnað. Auðvitað
er ekki hægt að tala um sósíalisma
fyrr en verkalýðsstéttin hefur tekið
að sér forystu í þjóðfélaginu og kom-
ið á sameign á framleiðslutækjum.
En til þess að því marki verði náð
verða menn fyrst að einbeita sér að
nálægari stefnumiðum sem hægt er
að framkvæma og geta gætt sósíal-
ismann áþreifanlegu innihaldi. í stað
þess að setja núverandi skipulag und-
ir forteikn hins illa og það sem koma
skal undir forteikn hins góða, í stað
þess að ýkja andstæðurnar milli nú-
verandi valdaleysis og framtíðarvald-
anna, verður hin róttæka marxíska
hreyfing að vekja meðvitund launa-
manna um mátt sinn og getu til að
takast á við auðmagnið og sveigja
það undir vilja sinn.“ Það eru for-
sendur þess að sósíalisminn hætti að
vera fjarlæg framtíðarsýn og færist
í þess stað út í líf hins rúmhelga dags.
347