Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 37
Island hefur enga forsögu minjar. Gátu ekki þessir steinaldarmenn, sem lögðu leið sína um Norður- noreg, Síberíu og yfir Beringssund til Alaska og Ameríku, eins hafa fleytt sér hingað, eða sjást þess engin merki? Þegar við héldum víkingafundinn hér í Reykjavík 1956, vorum við svo heppnir að hafa með okkur hinn heimsfræga og stórsérkennilega fomleifa- fræðing, prófessor Gordon Childe. í blaðaviðtali var hann að því spurður, hvernig á því stæði, að aldrei hefðu fundizt minjar eftir steinaldarmenn á Islandi. Gordon Childe svaraði stutt og laggott: „Lélegir fornleifafræðingar“. Einhver mundi að líkindum fást til að taka undir þetta með Gordon Childe, þótt aldrei nema hann hafi sagt það í gamni. Hitt er annað mál, að oft hefur verið að því vikið í alvöru, hvort eitthvað gersamlega óvænt kynni að finn- ast, ef gamlar strandlínur, sem nú liggja hátt yfir sjó, og aðrar, sem ef til vill liggja nú á sjávarbotni, væru nákvæmlega og kunnáttulega rannsakaðar. Eg hef nýlega séð alvarlega þenkjandi fornleifafræðing amerískan vera að velta fyrir sér þeirri hugmynd, hvort ekki kunni að hafa verið samband milli Norð- ur-Ameríku og Norður-Evrópu á miðsteinöld og nýsteinöld. Þessar hugleið- ingar hans kviknuðu af vissri líkingu steináhalda frá hinni svonefndu arkaisku steinaldarmenningu í St. Lawrence-dalnum í Norðaustur-Kanada og steinverk- færa svokallaðrar arktiskrar steinaldar í Norðvestur-Evrópu. Hér er um að ræða tímabilið um 5000—3000 f. Kr. Ef þessi umrædda líking er svo mikil, að hún getur með engu móti talizt tilviljun einber, finnst fræðimanninum eðlilegra að hugsa sér sambandið yfir um Atlanzhaf og þá helzt yfir ísland, heldur en hina óhemjulega löngu leið yfir Síberíu, Beringssund og meginland Ameríku. En satt að segja sé ég harla litla ástæðu til að draga ísland inn í þessar umræður. Það getur verið satt, að lítið hafi verið gert hér af forn- leifarannsóknum, en jarðfræðingar hafa áratugum saman þrammað um land- ið þvert og endilangt með nefið niðri í hverri gjótu, og aldrei hafa þeir rek- izt á neitt, sem minnt gæti á tilveru steinaldarmanna á íslandi. Ætli það muni ekki standa lengi óhaggað, sem sagt hefur verið, að ísland sé eina nokkuð stóra byggilega landssvæðið á jarðarkringlunni, þar sem aldrei hefur búið frumþjóð. Þú vilt ekki teygja fornfrœðina of langt út í skáldskap. Víkjum þá að þeim tímum sem nœr liggja. Fram á okkar daga treystu menn á Ara fróða og Landnámu og á sanngildi Islendingasagna. Nú eru ýmsir farnir að vefengja þessi sögulegu frœði, gera sér nýjar hugmyndir um uppruna íslendinga og halda því fram að hér liaji verið mannabyggð fyrir landnámstíð, jafnvel 355
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.