Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 50
Jakobína Sigurðardóttir
Elías Elíasson
— Sjöunda lambið á tíu dögum! Elías bóndi fleygir handklæðinu yfir á
þann enda eldhússbekksins, sem fjarstur er vaskinum. Konurnar fjórar, sem
sitja umhverfis kaffiborðið í matkróknum, horfa á manninn. Síðan mætast
augu þeirra í snöggu tilliti. — Getur dýralæknirinn ekki komið? spyr Sigga
vandræðalega. — Til hvers er það? Hann fullyrðir að þetta sé afbrigði af
Hvanneyrarveikinni. Er það ekki venjan, þegar þeir vita ekkert í sinn haus,
afbrigði af þessu eða hinu. Komuð þið með rútunni?
Þær komu með rútunni. Ekki í sömu erindagerðum, samferða og ekki
samferða.
Halldóra, vinkona ekkjunnar, jafnaldra hennar, harnlaus frú, mátulega
holdug, ungleg eftir aldri, upphafin rósemd í augum og svip. Sigríður, dóttir
ekkjunnar, liðlega tvítug, grannleit, hversdagsleg, nýtrúlofuð, ástfangin.
Og andspænis þeim við borðið sitja ekkjan Guðný og húsmóðirin Anna,
íbyggnar á svip. Húsbóndinn hlammar sér niður á stól við borðsendann og
lítur út um leið, þó hann sé nýkominn inn. Himinninn er grár og dumbungs-
legur, eins og oft í kyrru nóvemberveðri. Rökkur í nánd. — A maður ekki
að fá kaffi, eða hvað? spyr bóndi argur. Kona hans rís á fætur og sækir
könnuna. Hellir þegjandi í bollann. Hinar þegja líka. — Naumast þið eruð
ræðnar, segir Elías hóndi.
Ekkjan rís á fætur, smávaxin, vinnulúin kona, dökkhærð, dökkbrýnd, mó-
eyg og móleit á hörund. Hún ber enn hönd í fatla eftir handleggsbrotið í
haust.
— Við skulum ganga inn til mín, Halldóra mín, segir hún alvarleg, eins
og eitthvað mikið búi að baki orðanna. — Hvað er Halldóra nú að vilja?
spyr bóndi, allt annað en hlýlega, þegar þær eru horfnar inn til ekkjunnar.
— Mamina þín bað hana að finna sig, svarar húsmóðirin. Og orð hennar
búa einnig yfir duldri merkingu. — Einmitt það, segir bóndi fálega. Hann
drekkur kaffið og forðast biðjandi augnaráð systur sinnar. — Hvað gerir
kærastinn þinn? spyr hann að lokum. út úr vandræðum. — Hvað sem fyrir
368