Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 50
Jakobína Sigurðardóttir Elías Elíasson — Sjöunda lambið á tíu dögum! Elías bóndi fleygir handklæðinu yfir á þann enda eldhússbekksins, sem fjarstur er vaskinum. Konurnar fjórar, sem sitja umhverfis kaffiborðið í matkróknum, horfa á manninn. Síðan mætast augu þeirra í snöggu tilliti. — Getur dýralæknirinn ekki komið? spyr Sigga vandræðalega. — Til hvers er það? Hann fullyrðir að þetta sé afbrigði af Hvanneyrarveikinni. Er það ekki venjan, þegar þeir vita ekkert í sinn haus, afbrigði af þessu eða hinu. Komuð þið með rútunni? Þær komu með rútunni. Ekki í sömu erindagerðum, samferða og ekki samferða. Halldóra, vinkona ekkjunnar, jafnaldra hennar, harnlaus frú, mátulega holdug, ungleg eftir aldri, upphafin rósemd í augum og svip. Sigríður, dóttir ekkjunnar, liðlega tvítug, grannleit, hversdagsleg, nýtrúlofuð, ástfangin. Og andspænis þeim við borðið sitja ekkjan Guðný og húsmóðirin Anna, íbyggnar á svip. Húsbóndinn hlammar sér niður á stól við borðsendann og lítur út um leið, þó hann sé nýkominn inn. Himinninn er grár og dumbungs- legur, eins og oft í kyrru nóvemberveðri. Rökkur í nánd. — A maður ekki að fá kaffi, eða hvað? spyr bóndi argur. Kona hans rís á fætur og sækir könnuna. Hellir þegjandi í bollann. Hinar þegja líka. — Naumast þið eruð ræðnar, segir Elías hóndi. Ekkjan rís á fætur, smávaxin, vinnulúin kona, dökkhærð, dökkbrýnd, mó- eyg og móleit á hörund. Hún ber enn hönd í fatla eftir handleggsbrotið í haust. — Við skulum ganga inn til mín, Halldóra mín, segir hún alvarleg, eins og eitthvað mikið búi að baki orðanna. — Hvað er Halldóra nú að vilja? spyr bóndi, allt annað en hlýlega, þegar þær eru horfnar inn til ekkjunnar. — Mamina þín bað hana að finna sig, svarar húsmóðirin. Og orð hennar búa einnig yfir duldri merkingu. — Einmitt það, segir bóndi fálega. Hann drekkur kaffið og forðast biðjandi augnaráð systur sinnar. — Hvað gerir kærastinn þinn? spyr hann að lokum. út úr vandræðum. — Hvað sem fyrir 368
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.