Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 51
Elías Elíasson
kemur, svarar stúlkan íegin. Hann er í byggingarvinnu núna. Annars er
hann að hugsa um að fara á bát eftir nýárið. Eg er bara svo hrædd við
sjóinn.
— 0, ætli það venjist ekki eins og annað. Það má kannski segja, að það
sé minni lífshætta í landi, en allstaðar getur maður nú drepizt.
— Elli! segir húsmóðirin hneyksluð.
— Nú, eins og það sé nokkur vitleysa?
— Hver var að segja það. En þú þarft líklega ekki að tala svona við hana
systur þína fyrir því. Það er hughreystandi, eða hilt þó heldur.
— Nú, er hún eitthvað bogin? Er eitthvað að? Ert þú eitthvað lasin,
Sigga?
Sigga tekur eftir því að hann forðast að mæta augnaráði hennar. Hann
drekkur kaffið með fumkenndum hreyfingum og líður sýnilega illa.
— Nei, ég er ekki lasin, Elli. Mér finnst bara allt — ég veit ekki hvað
ég á að segja — svo undarlegt — hérna heima, ég á við.
Maðurinn rýkur upp frá borðinu. — Einmilt það! Er hún kannski búin
að gera þig vitlausa líka?
— Þú trúir þessu þá ekki, Elli? spyr Sigga með vonarglampa í augum.
— Vertu ekki að þessu rugli, Elías, grípur eiginkonan fram í. — Mamma
þín sagði bara, svona í hugsunarleysi, við hana Halldóru: mikið er ég fegin
að þú ert komin, ef verða mætti að þú sæir einhver ráð við þessum ófögnuði,
sem að okkur sækir. Og hún sagði: talaðu ekki svona, Guðný mín. Við
verðum að láta kærleikann og þolinmæðina leysa vandann.
— Og þá sagði mamma: 0, aldrei varð ég nú vör við að þau dygðu
mikið, meðan hann var hérna megin, svo ég hefði álitið að eitthvað sterkara
þyrfti til, ef það á að hrífa, eins og nú er komið, kjökrar Sigga.
— Já, skælið þið bara hvor framan í aðra, þrumar karlmaðurinn. —
Ég er farinn.
— Þú skilur þetta ekki réttum skilningi, Guðný mín, segir vinkonan þol-
inmóð. Það sem ég er að reyna að gera þér skiljanlegt, og frain kom á fund-
inum, er þetta, að manninum þínum er ekki sjálfrátt.
— Það er ekkert nýtt, fullyrðir ekkjan.
— Hann er jarðbundinn, svo jarðbundinn, að hann liefir ekki enn áttað
sig á því, að hann hefir flutzt úr h'kamanum —
— Nú, það ætlar aldeilis að taka tíma! Búinn að liggja sjö mánuði í
24 tmm 3gg