Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 53
Elías Elíasson þér ekki góður, en þú verður að hreinsa þessa beiskju úr liuga þínum. Það er eina leiðin til að hjálpa honum, á hans örðugu þroskabraut. — Hjálpa honum? hváir ekkjan. — Eg hélt nú að það værum við hérna á Brekku, sem þyrftum hjálpar með. Því síðan mig dreymdi hann fyrst, þarna í sumar, hef ég verið handviss um, að allt sem hefir yfir heimilið dunið er — hreint út sagt — honum að kenna. Enda sagði hann það sjálfur við mig í draumnum: ef þú hættir ekki þessari andskotans óráðsíu, þá skaltu fá að vita af mér. Vinkonan hvarflar hryggum augum um herbergið, augnaráðið staðnæmisl við rúm Guðnýjar, hjónarúmið gamla, síðan við mynd yfir höfðalaginu, mynd Elíasar Eliassonar. Hún þekkir vel þetta andlit, gróft, veðurbitið, smáeygt, náineygt, illskudrætti við munnvikin, þrjózkusljóan svip. — Þú hefir myndina af honum uppi enn, sé ég, segir hún. — Þó það. Ekki gerir hún mér neitt. Það var eitt af því fáa, sem hann lét eftir mér, að láta mynda sig í eitt einasta skipti. Ekki þar fyrir, ég íer ekki ofan af því, hann var ekki verri en hann Jónas. Þvi Jónas var öllum bölvaður, utan heimilis líka, og þar að auki guðlaus maður, sem hæddi bæði kirkju og kristindóm. Elías minn var þó almennilegur utan heimilis og hélt við sína barnatrú. Nema það var enginn vegur að fá hann til að leiða hugann að trúarefnum í banalegunni. Ég marg-reyndi það, lét hann bæði hafa sálmabókina og Nýjatestamentið, en það var eins og að bjóða hundi heila köku — — Já, þá þegar hafa þeir verið að verki, sem reyna að tefja fyrir þroska sálnanna, segir vinkonan af djúpum skilningi. Ekkjan starir á hana furðu lostin. — Hvað — áttu við — að þú trúir á þann vonda? Vinkonan sprettur upp úr sæti sínu. — Guð hjálpi þér,Guðný mín. Nei,nei, nei. Það eru andar, verur, sem ekkert hafa náð áleiðis. Þeir sem reyna að draga aðra niður á við til sín. Eins og til dæmis ofdrykkjumennirnir, sem enn eru á valdi áfengisins og reyna að njóta þess með því að ná valdi á líkömum lifandi manna og drekka bókstaflega í gegnum þá. Þetta er marg- sannað, með óteljandi dæmum og óhrekjanlegum vitnisburðum. Eins er það með — — Já, þú hefir sagt mér frá þessu áður, grípur ekkjan fram í. Og ég hef einmitt verið að láta mér detta í hug, að hann Elías minn kunni að hafa lent í slagtogi með einhverjum þessháttar kóna. Þó hann væri ekki talhlýðinn maður í lifanda lífi. Það er aldrei að vita hvaða vélabrögðum þeir geta 371
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.