Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 57
Elías Elíasson
eða hugsa um neitt nema það, að við myndum nú fara með allt til andskot-
ans, eins og hann orðaði það kristilega, deyjandi maðurinn. En honum var
— og er — ekki sjálfrátt, það sér hver heilvita manneskja.
Dóttirin horfir á móður sína galopnum augum. Galopnum skelfingaraug-
um. En hún reynir að ná valdi yfir ótta sínum meðan móðir hennar talar.
Mest af öllu langar hana að leggja á flótta. En hún gerir það ekki. — Þú
ert bara yfirkomin á taugum, mamma. Eg er alveg viss um að þetta getur
ekki verið heilbrigt.
— Taugum! Er það ég, sem er volandi og kveinandi útaf þessu? Ónei,
telpa mín, þú skalt ekki koma með neitt taugarugl til mín. Ég hef aldrei
vitað til að ég hefði taugar. Mér er alveg sama min vegna hvernig hann
lætur. En það eru aðrir. Og svo hann sjálfur. Honum er áreiðanlega fyrir
beztu að liggja þar kyrr, sem hann er kominn.
— Hvað hefir þér þá dottið í hug að reyna, Guðný mín? spyr vin-
konan, ofurlítið óróleg, þegar símtalinu er lokið og þær eru aftur einar í
herberginu.
— Ja, mér hefir svosem dottið eitt og annað í hug, svarar ekkjan hörku-
lega. Það var nú verið að reyna hitt og þetta, hér á árunum, ef fólk fékkst
ekki til að liggja kyrrt í kristilegum legstað. En þó þetta hrifi stundum þá,
er þetta allt orðið svo breytt, eins og þú veizt. Þetta er allt stílað upp á guðs-
orð og kærleikann núorðið, eins og þú segir. Og svo þessar fyrirbænir, sem
er náttúrlega góðra gjalda vert að nota, ef þær þá duga eitthvað. Ég hef nú
verið að hera mig að signa og krossa allt hér, bæði utan húss og innan. Þú
sérð nú sjálf hvað það dugir.
— Hefirðu reynt að biðja heitt og innilega fyrir honum, vesalingnum,
segir vinkonan hátíðleg og klökk af samúð með öllu villuráfandi. Ekkjan
lítur snöggt á hana, hvöss í augum.
— Honum? Nei, það hefir mér ekki dottið í hug. Ég hef beðið guð fyrir
okkur öllum og öllu hér á heimilinu. Og ég hef sagt honum það, guði, að ég
trúi því ekki, að hann geti ekki komið vitinu fyrir hann Elías minn, úr því
hann gat komið vitinu fyrir hann Jónas í Gröf, eftir hans viðskilnað. Og
það strax. Hún Sigríður fór suður með henni dóttur sinni, beint frá jarðar-
förinni. Og hún er ekki fyrr komin suður, en hún rýkur til og talar við
Jónas heitinn. Og þá er hann svona umbreyttur, maður, sem lá ekki einu sinni
banalegu, heldur veltur útaf steindauður við að skoða innstæðuna í kaup-
félagsreikningnum sínum. Svo ekki dó hann út frá neinum iðrunarþenkingum.
375