Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 59
Elías Eliasson Vinkonan hristir höfuðið. — Ég þekki hann ekki nokkurn skapaðan hlut, Guðný mín. Hef ekki einu sinni séð hann, nema þarna við jarðarförina. Og þetta er svo viðkvæmt mál. Maður getur hókstaflega ekki talaÖ um það við hvern sem er. — Hvern sem er, hefir ekkjan eftir henni steinhissa. — Heldurðu að mað- ur kalli sóknarprestinn sinn hvern sem er, þó þetta sé hálfgerÖur krakki í sjón. Þeir eru svona, þessir embættismenn nú á dögum. Mér blöskraði nú aldeilis að sjá nýja kaupfélagsstjórann okkar í haust. Ég marg-innti hann eftir því, hvort þetta væri kaupfélagsstjórinn okkar, áður en ég trúði því. Þetta er engum embættismönnum líkt, þessar mjónur, náfölar og tærðar, eins og þetta hafi aldrei étið ætan bita. En prestur er þó vígður maður, hvernig sem honum er í skinn komið. Og ég veit ekki hverjum ætti að koma svona lag- að við, ef ekki sóknarprestinum manns. Og þar sem það var þá líka hann, sem jarðsöng Elías minn heitinn. — Ég átti nú ekki við það, segir vinkonan með hægð, — heldur hitt, að maður veit aldrei hvaða skoðanir prestar kunna að hafa á spíritisma. Þeir eru margir mótfallnir .. . — Já, það er ekki því til að dreifa með okkar prest, hann trúir á annað líf. Ég hef verið við þrjár jarðarfarir hjá honum og fleiri messur, og hann dregur enga dul á sína trú. — Þú heyröir nú sjálf hvað hann sagði í ræðunni eftir hann Elías minn — hvernig orðaði hann það nú aftur — um endurfundina? Ja, það skiptir nú engu máli, en hann fullyrti það skýrum orðurn, að ég myndi hitta Elías minn aftur, þegar ég hrekk upp af. Enda veit ég ekki til hvers ætti að vera að vígja menn, sem ekki trúa á guðs orð. Það væru bara hrein svik við söfnuðina. AS maöur nú ekki tali um við guð sjálfan. — Já, ég veit það, að þeir trúa á annað líf á sinn hátt. En þeir trúa því ekki allir að hægt sé að ná sambandi við framliöna. Til dæmis prófasturinn okk- ar ... — Hann er nú líka svo mikill bölvaður þverhaus, grípur ekkjan hressilega fram í. — En það þarf líklega enginn neitt til hans að sækja um það, sem maður hefir sjálfur reynt. Ég sagði það líka við læknirinn okkar, þegar þú hjálpaðir mér, þarna um árið, þegar ég fékk slæmskuna í bakið, að það þýddi ekkert fyrir hann að ætla að bera á móti því, sem ég hefði sjálf reynt. Hann glotti. Og ég sagði honum, rélt si svona, að það þýddi ekki heldur að glotta að sannleikanum, hann stæðist öll glott, jafnt höfðingja sem smælingja. Enda eru það nú sjaldnast smælingjarnir, sem reisa rofin um það né annað. Og presturinn okkar hérna, hann er áreiöanlega af öðru sauðahúsi en prófastur- 377
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.