Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 60
Tímarit Máls og menningar
inn. Ég hef heyrt fullyrt að hann sé sjálfur skyggn. Ojá, maður heyrir eitt og
annað. Svo að gáfaðri og upplýstri manneskju, eins og þú ert, Halldóra mín,
ætti ekki að verða skotaskuld úr því að tala við hann. Ekki þessvegna.
— En hversvegna vilt þú ekki færa þetta í tal við liann sjálf? spyr vin-
konan.
Ekkjan þegir um stund. Hrukkurnar á enni hennar dýpka en svipurinn
glúpnar ofurlítið. Hún strýkur vinnulegri og æðaherri hendi yfir veiku hönd-
ina, eins og í ráðaleysi. — Ja, það er þetta, ég veit ekki hvort ég kem orðum
að þessu á réttan hátt — nógu kristilega. Það er annað hvað ég segi við þig.
Þér að segja, Halldóra mín, þá er ég svo reið við hann Elías minn, fyrir að
haga sér svona, að ef ég sæi honum bregða fyrir hér í húsinu, mundi ég hik-
laust skvetta á hann úr koppnum mínum. En ég sé aldrei neitt, ekki vakandi.
Það er ekki einu sinni svo vel að ég heyri til hans ...
— Ég vissi ekki að mömmu væri svona illa við pabba, kjökrar stúlkan.
Systkinin standa utan við fjárhúsvegginn, hallast upp að honum og tyggja
strá, þungbúin og miður sín. Illa, segir bróðirinn með dræmingi. — Ne-ei,
henni hefir aldrei verið neitt illa við pabba. En þetta var svona, eins og þú
þekktir, þau voru alltaf eins og hundur og köttur. Það er svo algengt. Fólk
meinar ekkert sérstakt með því.
— Já, ég veit að pabbi var — var alltaf að þessu fjasi um eyðslusemi. Og
ráðríkur við mömmu, en . ..
— O-o, ]>ú varst nú svo ung, þegar þú fórst að heiman. Ég held þú vitir lít-
ið hvernig hann var — bæði við mömmu og okkur hin. Stúlkan þegir og japl-
ar á bragðlausu stráinu sínu meðan hún minnist langra og einlitra vinnudaga
hernsku sinnar, með einstöku tyllidögum inn á milli.
— Þú ættir þó að muna eftir rexinu í honum við mömmu, ef hún keypti
eitthvað manni til ánægju þegar hún fór í kaupstað. Og aldrei hafði hún eyr-
isvirði til sinna umráða fyrr en í sumar, ekki nema ef við gáfum henni eitt-
hvað frá okkur, krakkarnir, eftir að við fórum að vinna fyrir kaupi.
— Aldrei heyrði ég mömmu kvarta undan því, segir stúlkan, eins og hún
heri brigður á ummæli bróður síns.
— Mamma hefir aldrei verið gefin fyrir að kvarta og kveina, svarar bróð-
irinn snöggt. — En ég er ekkert að segja, að pabbi hafi verið neitt öðruvísi
en þessir karlar hérna í kring upp og ofan. Nema náttúrlega einstaka maður.
Ég hef bara séð það bezt síðan pabbi dó, hvað mamma er allt öðruvísi en
hann og hvað hún hefir orðið að sætta sig við. En ég tók aldrei neitt mark
378