Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 66
Tímarit Máls og menningar ekki væri nema í eitt einasta skipti. En það var eiður sær að honum yrði það nokkurntíma fyrir, að hafa eitt einasta orð eftir mér. Líkna sekum synda þræli------ — Dóttirin hnippir í móður sína: — Mamma, getum við ekki sungið Lýs milda ljós? — 0, það var þetta sem mig vantaði! Vinkonan hefir nú aftur tekið upp barnsröddina og byrjar að syngja: Lýs milda ljós í gegnum þennan geim ... Hún ber essin fram eins og eð. Og hinar taka undir. Sj úklingurinn opn- ar augun og starir á þær, furðu lostinn. Og fyrir utan dyrnar getur Sesar gamli ekki á sér setið lengur, heldur rekur upp sárt og langdregið sjógól, svo gnæfir hátt yfir raddir kvennanna. — Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót. — En það er tilgangslaust að reyna að syngja, því hundurinn spangólar, eins og verið sé að pína úr honum tóruna, rétt utan við svefnherbergisdyrnar. Og börnin geta ekki stillt sig með nokkru lifandi móti, hláturinn gusast upp úr þeim, óviðráðanlegur og óstöðvandi, alveg eins og þegar Sesar spillir fyrir þeim látustumessunni í búinu þeirra. Sjúklingurinn hjúfrar sig upp að móður sinni og hristist af hlátri, þrátt fyrir ógleðina. Ekkjan hættir alveg að syngja, sleppir Eiíasi litla niður á gólf og snoppungar hann lauslega um leið, opnar síðan dyrnar, heldur hvöss á brúnina: Svei þér, andstyggðin, skammastu þín, f orsmánarkvikindið! — Ef áfram miðar samt, raula konurnar inni í svefnherberginu. — Ætl- arðu að sneypast niður, ófétið þitt! hvæsir ekkjan að hundinum, sem nú legg- ur skríðandi á flótta. Skríðandi á kviðnum og mænandi til hennar um bak sér kvíðnum sakleysisaugum, dillandi kafloðnu skottinu í von um fyrirgefn- ingu. En ekkjunni er engin fyrirgefning í huga. Hún ýtir yngri systkinunum miskunnarlaust út frá þessari skemmtilegu athöfn í svefnherberginu og skipar þeim að reka hundinn út úr bænum. Og þegar þau koma aftur er allt búið, Halldóra vöknuð, söngnum lokið og Guðný litla farin að kasta upp aftur. En þær fullyrða samt allar, konurnar, að hún sé miklu hressari. Að minnsta kosti fer hún aftur að hlæja, þegar hún sér yngri systkinin. Og vinkona ekkj- unnar signir yfir hlæjandi sjúklinginn, áður en hún gengur út úr herberginu. Vitanlega kemur læknirinn ekki. Hann er í illu skapi, dagurinn farinn í að hlusta á meira og minna móðursjúkt kvenfólk og gigtveik gamalmenni en ekkert alvarlegt finnanlegt að hinum upphaflega sjúklingi, ekki einu sinni 384
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.