Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 70
Timarit Máls og menningar næstum því eins og opin guðsorðabók í andlitinu. — Já, hún Guðný, vin- kona mín, er ekki vön að gráta framan í annað fólk. En hún er sú trygglynd- asta og bezta vinkona sem ég hef átt um dagana. Eg er ekki að segja að hún sé neitt gáfnaljós, en hún er hrein og bein. — Það er einmitt það, ég skil, ég skil, kinkar prestur kolli í ákafa. — Og áreiðanlega hefir hún syrgt Elías á sína vísu, þó hún gréti ekki við jarðarförina. — Ég skil, ég skil, fullvissar prestur og brestur hátt í fingraliðum hans. Síðan verður vandræðaleg þögn um stund. — Þetta er allt ákaflega erfitt, byrjar Halldóra. — Ég skil það, samsinnir presturinn. — En sem sagt — þetta er allra leið — og þeir sem eftir lifa verða að sætta sig við það, að sjá þá gömlu hverfa. Ég held að ungu hjónin hérna séu ágætisfólk. Mér er sagt, að Elías yngri sé um margt líkur föður sinum. En ég skil það, að það tekur sinn tíma að — að ... — Ég átti ekki við það, segir Halldóra hvíslandi. — Það er annað, allt annað. — Nú? í fyrsta sinn síðan prestur kom inn í stofuna glampar fyrir áhuga í augnaráði hans og hann hættir snöggvast að núa hendurnar. — Guðný sagðist hafa beðið yður að finna sig í kvöld, heldur vinkonan áfram. — Minntist hún ekkert á hvað hún vildi yður? — Nei, nei. Hún sagði aðeins að það væri áríðandi. Mér datt í hug — jæja — það getur verið svo margt, sem fólk vill tala um við prestinn sinn. Til dæmis kom einu sinni til mín ungur maður, hann á heima hérna í sveit- inni, og vildi óður og uppvægur fá mig til að tala fyrir sig við stúlku, sem hann var skotinn í! Hún var eitthvað — svona — þér skiljið — þver við hann, svo hann hélt að hún tæki fremur mark á mér. Prestur leyfir sér að hlæja svolítið að þessari hugmynd sóknarbarns síns. En Halldóru finnst þetta alls ekki hlægilegt. — Já, ástin grípur til allskonar örþrifaráða, þegar hún er ekki endurgoldin, segir hún snortin. — Það er einmitt það, samsinnir prestur- inn. — En ekki getur það verið neitt henni viðkomandi í þessu tilfelli hérna. Mér skilst að Guðný hafi beðið yður að tala um þetta við mig. Eða tók ég ekki rétt eftir því? — Ojú, segir Halldóra dræmt í gaupnir sér. — Það er bara svo erfitt að koma orðum að þessu. — Það er einmitt það, samþykkir presturinn. — Það sagði hann líka, þessi maður, sem ég minntist á áðan. En yður er alveg óhætt að treysta því, 388
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.